Í dag var send fyrsta stjórnsýslukæran til Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála hjá Velferðarráðuneytinu, eftir að málefni fatlaðra voru færð frá ríki til sveitarfélaga. Um er að ræða kæru sem lögmaður Blindrafélagsins sendi vegna brota Kópavogsbæjar á rétti blinds 17 ára drengs til lögbundinnar ferðaþjónustu.
Mergur málsins er sá að Kópavogsbær sniðgengur lögboðna skyldu sína til að veita fötluðum fullnægjandi ferðaþjónustu. Í stað þess að veita fötluðum ferðaþjónustu sem er í samræmi við þarfir þeirra og fötlun veitir Kópavogsbær öllum eins þjónustu óháð öllum atvikum að aðstæðum. Þetta er sambærilegt við það að Kópavogsbær væri skuldbundinn til að veita sjúklingum lyf og leysti þá skyldu með því að veita öllum sömu lyf óháð því hvaða sjúkdóm þeir væru með.
Háttsemi Kópavogsbæjar er í andstöðu við lög og alþjóðasamninga. Það er því ljóst að afstaða Kópavogsbæjar er ólögmæt enda er lögbundinn skylda þeirra við fatlaða einstaklinga virt að vettugi.
Ritari nefndarinnar hefur staðfest að þetta sé fyrsta málið sem kemur fyrir nefndina vegna nýrra laga sem sett voru vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga sem tóku gildi þann 1 janúar 2011. Hér er því á ferðinni tímamóta mál hvernig sem á það er litið.
Hér má sjá kæruna og fylgiskjöl:
KAERA---ODDUR-STEFANSSON-GEGN-KOPAVOGSBAE
KopavFYLGISKJOL-1-3