Lagafrumvarp um að leiðsöguhundar verði leyfðir í fjölbýlishúsum

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra mælti fyrir frumvarpi í gær þar sem lagt er til að fatlaðir fái að halda leiðsögu- eða hjálparhund í fjölbýlishúsi. Í dag þurfa fatlaðir að fá leyfi allra íbúa í fjölbýlishúsinu til þess að hafa hjálparhund í íbúð sinni.

Kveðið er á um í frumvarpinu að komi til deilumála vegna ofnæmis annarra íbúa, sé slíkum málum vísað til kærunefndar húsamála. Áfram gildir sú almenna regla að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé háð samþykki allra eigenda..