Svona klukku hefur lengi vantað hér á landi en hingað til hafa einungis verið til klukkur fyrir blinda og sjónskerta sem tala önnur tungumál, eins og ensku. Þetta eru því mikil gleði tíðindi að klukka sem talar íslensku sé á leiðinni. Þetta mun bæta lífsgæði margra blindra og sjónskertra einstaklinga.
Það er Björn Á. Magnússon sem er frumkvöðull verkefnisins og byrjaði hann að smíða klukkuna þegar amma hans varð blind og átti erfitt með að fylgjast með tímanum. Hafin er nú söfnun í verkefnasjóð fyrir klukkuna á Karolina Fund og með því að styrkja verkefni er hægt að tryggja sér eintak af klukkunni í fyrstu sendingu.
Blindrafélagið fagnar þessu verkefni og vonar að þetta hvetji aðra frumkvöðla á landinu til að nýta sér íslenska talgervla til að búa til tæki eins og þetta sem tala íslensku.
Hér er hægt að hlusta á viðtal við Björn um klukkuna sem fram fór á Bylgjunni í Bítinu þann 15. febrúar.
Heimasíða klukkunnar
Söfnun á Karolina fund
Viðtal við Björn á Bylgjunni
Frétt um klukkuna á RÚV