Hljóðupptaka aðalfundar Blindrafélagsins 19. mars 2016.

Aðalfundur Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi haldinn 19. mars 2016 að Hamrahlíð 17 kl. 13:21 - 18:58.
Heildartími með klippingum: 3 klst. og 36 mín.
Fundarstjóri kjörinn: Þröstur Emilsson.
Fundarritari kjörin: Gísli Helgason.
Ath: Allar hljóðskrár eru á mp3-sniði. Neðst í efnisyfirliti um hverja skrá er gefin upp lengd.
Flest allar þagnir klipptar burt.
Heildartími: 5 klst. og 6 mín.

Efnisyfirlit:

01 Upphafsorð starfandi formanns, Halldórs Sævars Guðbergssonar og fundarsetning.
Kynning viðstaddra, kjör fundarstjóra og fundarritara. Fundargerð síðasta aðalfundar borin upp til samþykktar
15:07 mín.

02a Inntaka nýrra félaga 
7:06 mín.

02b Minnst látinna félaga. Arnheiður Björnsdóttir les upp nöfn nýrra og látinna félaga. 
4:32 mín.

03 Skyrslur lagðar fram. Formaður flytur skýrslu stjórnar.
21:06 mín.

03a Fundarstjóri kynnir dagskrártillögu frá Halldóri Sævari um að tekin verði fyrir ályktun frá stjórn félagsins um endurskoðun laga félagsins, samningu siðareglna og verkferla fyrir félagið.
6:31 mín.

03b Umræður um skýrslu stjórnar. 
Til máls tók: Konráð Einarsson.
Umræður um tillögu stjórnar. Til máls tóku: Arnþór Helgason, Bergvin Oddsson, Halldór Sævar Guðbergsson, Rósa María Hjörvar, Sigtryggur Rósmar Eyþórsson, Magnús Jóel Jónsson, Halldór Sævar Guðbergsson og Gísli Helgason.
Tillaga stjórnar tekin til atkvæðagreiðslu og samþykkt. með 70 atkvæðum gegn einu.
24:41 mín.

04 Ársreikningar Blindrafélagsins kynntir og bornir upp til samþykktar. 
Einnig kynntir ársreikningar verkefnasjóðs félagsins.
Guðný Helga Guðmundsdóttir löggiltur endurskoðandi frá KPMG-endurskoðun kynnir reikningana.
13:33 mín.

04a Umraedur og fyrirspurnir um reikningana. 
Til máls tóku: Marjakaisa Matthíasson, Svavar Guðmundsson, Guðný Helga Guðmundsdóttir, Konráð Einarsson, og Kristinn Halldór Einarsson.
Reikningarnir samþykktir með 71 atkvæði gegn einu.
9:37 mín.

05 Kosning formanns Blindrafélagsins til tveggja ára. 
6 buðu sig fram til formanns en tveir drógu framboð sín til baka. Frambjóðendur kynna sig:
Bergvin Oddsson, Sigurður G. Tómasson, Sigþór U. Hallfreðsson og Svavar Guðmundsson.
17:56 mín.

Kosning formanns Blindrafélagsins hafin og gert fundarhlé.

06 Kosning tveggja aðalmanna til tveggja ára í stjórn og tveggja varamanna til tveggja ára. 
Kosning gat ekki hafist fyrr en úrslit láu fyrir í formannskjörinu.
Frambjóðendur til stjórnar kynntu sig. Þeir sem einnig buðu sig fram til formanns, Bergvin Oddsson og Svavar Guðmundsson höfðu kynnt sig áður. 12 buðu sig fram til stjórnarsetu að meðtöldum þeim tveimur sem buðu sig einnig fram til formanns.
Til máls tóku: Fyrir hönd Elínborgar Lárusdóttur sem var erlendis Steinunn Helgu Hákonardóttir, Friðgeir Þ. Jóhannesson, Guðmundur Rafn Bjarnason, Halldór Sævar Guðbergsson, Haraldur Matthíason, Lilja Sveinsdóttir, Ólafur Haraldsson, Rósa Ragnarsdóttir, Sigríður Hlín Jónsdóttir, Þórarinn Þórhallsson.
27:46 mín.

Beðið eftir úrslitum í formannskosningu og dagskrá fundar haldið áfram.

07 Kosning þriggja manna kjörnefndar og eins til vara.
Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga Blindrafélagsins og tveggja varamanna til tveggja ára.
Árstillag félagsmanna fyrir næsta almanaksár og gjalddagi þess.
Allir þessir liðir samþykktir samhljóða.
Lagabreytingum var frestað samkvæmt ályktunartillögu stjórnar fyrr á fundinum.
4:58 mín.

Gert fundarhlé í rúmar 11 mínútur.

08 Fundarstjóri kynnir tillögu um að laun stjórnarmanna verði óbreytt.
Umræður. Til máls tók Arnþór Helgason. Tillagan samþykkt með 59 atkvæðum gegn einu.
6:11 mín.

09a Önnur mál.
Til máls tóku: Arnþór Helgason, Steinar Björgvinsson.
9:16 mín.

09b Fundarstjóri kynnti úrslit kosninga til formanns Blindrafélagsins.
Til máls tók nýkjörinn formaður Sigþór U. Hallfreðsson.
Hafnar kosningar tveggja stjórnarmanna til tveggja ára og tveggja varamanna til tveggja ára. Fundarstjóri kynnir tilhögun kosninganna.
5:24 mín.

Gert fundarhlé í rúma 21 mínútu á meðan kosningar til aðal og varastjórnar fóru fram.

09c Haldið áfram liðnum Önnur mál.
Fundarstjóri kynnir liðinn. Til máls tóku: Rósa María Hjörvar, Bergvin Oddsson, Gísli Helgason, Ólafur Þór Jónsson, Sigríður Björnsdóttir, Bergvin Oddsson, Haukur Sigtryggsson.
25:40 mín.

09d Haldið áfram með önnur mál.
Til máls tóku: Halldór Sævar Guðbergsson, Arnþór Helgason, Sigríður Björnsdóttir, Þórarinn Þórhallsson, Ólafur Þór Jónsson, Gísli Helgason, Ólafur Hafsteinn Einarsson, Sigtryggur Rósmar Eyþórsson, Friðgeir Þ. Jóhannesson, Sigþór U. Hallfreðsson, Halla Dís Hallfreðsdóttir sem raulaði í leiðinni lag að beiðni bróður síns, Sigþórs, Þröstur Emilsson, og Þórarinn Þórhallsson.
33:47 mín.

Gert fundarhlé í um 21 mínútur meðan beðið var eftir úrslitum kosninga í stjórn.
Á meðan skemmti Ari Eldjárn með uppistandi, og Arnþór og Gísli Helgasynir fluttu lagið Vináttu eftir Arnþór í æfingarskini.

09e Fundarstjóri kynnti úrslit kosninga til stjórnar.
Nýkjörinn formaður. Sigþór U. Hallfreðsson sleit fundi um kl. 19:58.
5:48 mín.