Hljóðbrot, opinn umræða um menntamál - Taktu þátt

Hljóðbrot, hlaðvarp Blindrafélagsins býður öllum sem vilja að taka þátt í opnum pallborðsumræðum um menntamál sem munu fara fram á samskiptaforritinu Zoom á morgun, miðvikudaginn 27. nóvember kl. 19:00.
 
Ætlunin er að búa til þægilegar umræður þar sem fólk deilir reynslu sinni af menntakerfinu og spyr hvort annað spurninga.

Í pallborði verða 6 félagsmenn Blindrafélagsins sem öll hafa mismunandi reynslu af menntun. Þetta eru þau Ágústa Eir Gunnarsdóttir, Eyþór Kamban Þrastarson, Hlynur Þór Agnarsson, Iva Adrichem, Már Gunnarsson og Rósa María Hjörvar. Öllum eru velkomið að taka þátt og vonumst við til að sem flest sjái sér fært að mæta.

Upptaka af umræðunum verður síðan gefin út í hlaðvarpsveitu Hljóðbrots föstudaginn 29. nóvember.
 
Vert er að nefna að ef einhver vill ekki láta heyrast í sér í hlaðvarpinu verða slíkar óskir virtar.

Til að taka þátt smellir þú á eftirfarandi tengil um kl. 19 miðvikudaginn 27. nóvember.
 
Smelltu hér til að opna Zoom fundinn.
 
Heyrumst hress,
Eyþór, Hlynur og Már.