Áttundi þátturinn af Hljóðbrot, hljóðtímariti og tilraunar hlaðvarpi Blindrafélagsins er komið út. Þættinum stjórnar Þorkell Jóhann Steindal.
Í þessum þætti munum við fræðast um aðgengilega tölvuleiki. Við heyrum viðtal við Hlyn Þór Agnarsson og fræðumst um lausnina NaviLens sem er aðgengiskerfi tengt við farsíma sem hægt er að nýta sem leiðarvísakerfi og upplýsingarkerfi fyrir blinda og sjónskerta. Við heyrum aðeins um sjónlýsingar í streymisveitunum Netflix og Amazon Prime.
01 Kynning.
02 Aðgengilegir tölvuleikir.
03 Viðtal við Hlyn Þór Agnarsson um NaviLens lausnina.
04 Sjónlýsingar í Netflix og Amazon Prime.
05 Lokaorð.
Þið megið gjarnan senda okkur athugasemdir eða hugmyndir um efni í næstu þætti í síma 525 0000.