Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um notkun leiðsöguhunda á Íslandi

Verkefni hópsins er að kanna tilhögun við að gefa blindum og sjónskertum einstaklingum kost á að nýta sér leiðsöguhunda, kostnað því samfara og þróun þjónustunnar. Hópnum er ætlað að skila ráðherra áliti og tillögum fyrir 1.mars 2009.

Starfshópurinn er þannig skipaður: Eva Þengilsdóttir, sem er formaður, Kristinn Halldór Eianrsson, fromaður Blindrafélagsins, Friðgeir Jóhannesson leiðsöguhundanotandi, Guðbjörg Árnadóttir umferliskennari og Vigdís Hallgrímsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.

Það er ástæða til að færa heilbrigðisráðherra þakkir fyrir að setja þetta brýna mál í þennan farveg, sem vonandi verður til að koma farsælli skipan á málefni leiðsöguhunda fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga.

Síðast liðið haust fengu 4 félagar í Blindrafélaginu afhenta leiðsöguhunda, sem komu frá norska leiðsöguhundaskólanum, en það var samstarfsverkefni Blindrafélagsins og Heilbrigðisráðuneytisins, dyggilega stutt af Lions hreifingunni á Íslandi.