HausthappdrættiBlindrafélagsins 2012

Stuðningur til sjálfstæðis!

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fjármagnar starfssemi sína að langmestu leyti með sjálfsaflafé. Þar gegnir happdrætti félagsins, með sínum glæsilegu vinningum, veigamiklu hlutverki. Með því að kaupa happdrættismiða tekur þú virkan þátt í að styðja til sjálfstæðis blinda og sjónskerta einstaklinga á öllum aldri og stuðlar þannig að auknum lífsgæðum þeirra og um leið betra samfélagi.

Ef þú ert 20 ára eða eldri eru líkur á því að happdrættismiði birtist sem valkrafa í heimabankanum þínum. Að sjálfsögðu er það þitt val hvort þú greiðir miðann eða lætur það vera. En kjósir þú að gera það og styrkja Blindrafélagið þar með um 1.939 kr. átt þú möguleika á að vinna einhvern eftirtalinna vinninga:

 3 bílar frá Bílabúð Benna:

Chevrolet Cruze LTZ, sjálfskiptur, að verðmæti kr. 3.990.000

Chevrolet AVEO LTZ, sjálfskiptur, að verðmæti kr. 2.990.000

Chevrolet Spark LS, beinskiptur, að verðmæti kr. 1.990.000

30 ferðavinningar frá Heimsferðum:

ferðavinningar að eigin vali, hver að verðmæti kr. 500.000

50 ferðavinningar frá Heimsferðum:

ferðavinningar að eigin vali, hver að verðmæti kr. 250.000

100 Samsung farsímar:

Samsung Galaxy SIII farsími, hver að verðmæti kr. 114.900              

60 gjafakort í Kringluna:

Gjafakort í Kringluna,hvert að verðmæti kr. 30.000                                                      

Alls 243 vinningar að heildarverðmæti um 49,7 milljónir króna.

 Dregið verður í happdrættinu 10. desember 2012

Stuðningur hins opinbera við starf Blindrafélagsins hefur dregist verulega saman á síðustu árum sem leiðir til þess að félagið þarf enn frekar að leita til almennings í landinu eftir stuðningi.

Bætt lífsgæði – Vernd íslenskrar tungu
Blindrafélagið hefur haft forgögnu um að láta smíða nýjan íslenskan talgervil sem býr yfir tveim talgervilsröddum sem fengið hafa nafnið Karl og Dóra. Þetta er eitt stærsta verkefni Blindrafélagsins frá upphafi. Blindir og sjónskertir Íslendingar auk annarra sem eiga í erfiðleikum með lestur sökum skerðinga eða fötlunar fá talgervilinn afhentan án greiðslu til einkanota. Karl og Dóra hafa þegar fengið einróma lof sinna notenda.Talgervill getur lesið texta á stafrænu formi. Talgervill er nauðsynlegur í nútímasamfélagi til að blindir, sjónskertir og lesblindir geti haft aðgang að upplýsingum, lagt stund á nám, atvinnu og notið afþreyingar. Talgervill er jafnframt eitt af nauðsynlegum máltækiverkfærum til að stuðla að því að íslensk tunga lifi af og verði nothæf í upplýsingasamfélagi nútímans.

Smíði talgervilsins Karls og Dóru hefur kostað um 85 milljónir króna. 25 milljónir af þeirri upphæð eru úr veglegum arfi sem Blindrafélaginu tæmdist úr dánarbúi Dóru Th. Sigurjónsdóttur sem lést árið 2010. Kvenrödd talgervilsins Dóra er nefnd henni til heiðurs.