Afmælishófið fór fram á Hilton Reykjavík Nordica
Gulllampinn er æðsta heiðursmerki Blindrafélagsins. Merkið er veitt þeim einstaklingum sem hafa skarað fram úr vegna starfa sinna í þágu blindra og sjónskertra. Gulllampann má því aðeins veita að fyrir liggi einróma samþykki fulltrúa í stjórn og varastjórn.
Stjórn Blindrafélagsins Samþykkti einróma að veita 5 einstaklingum Gulllampann á hátíðarsamkomu sem jhadlin var á 70 ára afmælisdegi Blindrafeálgsins, þann 19 ágúst 2009. Þeir eru: Arnþór Helgason, Dóra Hannesdóttir, Elínborg Lárusdóttir, Gísli Helgason og Svavar Þorvaldsson. .
Svavar Þorvaldsson
Vegna veru erlendis gat Svavar ekki veitt gullampanum viðtöku, en Árni Hrafn, sonur hans og samstarfsmaður gerði það fyrir hans hönd.
Svavar Þorvaldsson hóf störf fyrir Bindaravinnustofuna í október árið 1966 í sölu og dreifingu og hefur hann starfað fyrir vinnustofuna allar götur síðan eða í 43 ár. Vinnusamband Svavar og Blindravinnustofunnar hefur ýmist verið launþega- eða verktakasamband. Árið 2002 stofnaði Svavar ásamt fjölskyldu sinni fyrirtækið Sala og Þjónusta og hefur það eingöngu þjónustað Blindravinnustofuna frá þeim tíma og gerir enn. Trúmennska Svavars við hagsmuni Blindravinnustofunnar er, og hefur verið, einstök í bráðum hálfa öld.
Með því að veita Svavari Þorvaldssyni gulllampa Blindrafélagsins, vill stjórn félagsins sína þakklætisvott sinn í garð Svavars og fjölskyldu hans fyrir að hafa skarað framúr í i trúmennsku og vel unnum störfum í þágu blindra og sjónskertra á Íslandi með störfum sínum fyrir Blindravinnustofuna.
Gísli Helgason
Gísli Helgason hefur frá unga aldri látið til sín taka í mörgum málum sem snúa að hagsmunamálum blindra og sjónskertra á Íslandi og verið áberandi, sjálfstæður og virkur í þjóðlífinu. Gísli hefur lengi bæði starfað að hljóðbókargerð ásamt því að hafa gegnt forustustörfum fyrir Blindrafélagið. Gísli hefur að mörgu leiti verið frumheri í í að auka útbreiðslu hljóðbóka hér á landi.
Gísli afþakkaði að veita Gulallampanum viðtöku.
Elínborg Lárusdóttir
Elínborg hóf störf sem blindraráðgjafi hjá Blindrafélaginu í júlí árið 1973, sem fyrsti sérmenntaði ráðgjafinn fyrir blinda. Elínborg starfaði síðar hjá Sjónstöðinni fram að þeim tíma að Þjónustu og þekkingarmiðstöðin leysti hana af hólmi nú um áramót og starfar þar sem félagsráðgjafi í dag. Elínborg hefur um margt verið brautryðjandi í þjónustu og ráðgjöf við blinda og sjónskerta einstaklinga. Hún náði á fyrstu starfsárum sínum til fleiri blindra og sjónskertra en áður hafði verið gert og hefur opnað dyr að bættum lífgæðum fyrir fjöldann allan af blindum og sjónskertum einstaklingum. Elínborg er ennþá mikill eldhugi í baráttunni fyrir bættum hagsmunum blindra og sjónskertra.
Með því að veita Elínborgu Lárusdóttur Gulllampa Blindrafélagsins, vill stjórn félagsins sýna þakklætisvott sinn í garð Elínborgar fyrir að hafa skarað framúr í að ryðja brautina í ráðgjöf og þjónustu fyrir blinda og sjónskertra einstaklinga og þá trúmennsku sem hún hefur sýnt málefnum blindra og sjónskertra á Íslandi.
Dóra Hannesdóttir
Dóra hóf störf fyrir Blindrafélagið í september árið 1974 og starfaði fyrir félagið fram til marsloka 1999. Á þeim tíma sem Dóra starfaði fyrir félagið gekk hún í fjölmörg störf sem sjálfboðaliði og vann oft langt umfram vinnuskyldu sína. Allt þetta gerði Dóra af mikilli gleði svo eftir var tekið af félagmönnum og hefur hún og er enn í miklum metum meðal félagsmanna.Eftir að Dóra lét af störfum fyrir Blindrafélagið hefur hún haldið áfram að gefa kost á sér til hinna ýmsu starfa fyrir Blindrafélagið, fjölmörgum félagsmönnum til mikillar gleði.
Með því að veita Dóru Hannesdóttur Gulllampa Blindrafélagsins, vill stjórn félagsins sína þakklætisvott sinn í garð Dóru fyrir að hafa skarað framúr við að sinna af mikilli óeigingirni og af jákvæðum hug, dýrmætu starfi í þágu blindra og sjónskertra á Íslandi.
Arnþór Helgason
Arnþór Helgason hefur frá unga aldri látið sig málefni blindra miklu varða og á sama tíma verið um langt skeið mjög virkur í réttindabaráttu fatlaðra og meðal annars verið þar í fremstu forustu.
Arnþór afþakkaði að taka við Gulllampanum .