Fyrstu íslendingarnir ljúka námskeiði í sjónlýsingum

Helgina 13 – 15 janúar stóð Blindrafélagið fyrir námskeiði ísjónlýsingum (audio description) þar sem fyrstu íslendingarnir fengu þjálfun í sjónlýsingum. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Joel Snyder frá Bandaríkjunum. Frekari upplýsingar um sjónlýsingar og Joel Snyder.



Flestir þeirra sem sóttu námskeiðið áforma að bjóða upp á þjónustu
ísjónlýsingum. Þeir sem luku námskeiðinu voru: Bryndís Snæbjörnsdóttir, Eva Björk Káradóttir, Guðbjört H. Leman, Halla J. Guðmundsdóttir, Hilmar J. Magnússon, Sara Friðgeirsdóttir, Sigrún  Broddadóttir, Snorri Welding, Þórný Björk Jakobsdóttir og Þórunn Hjartardóttir.


Blindrafélagið mun leita eftir samstarfi við þessa einstaklinga við að vekja athygli til að mynd menningarstofnanna á þessari nýju þjónustu. Sjónlýsingar er þjónusta sem nýtist blindum á söfnum, í leikhúsum, kvikmyndahúsum og ýmsum viðburðum.

Í Sáttmála Sameinuðu um réttindi fatlaðs fólks er fjallað um þátttöku í menningarlífi, þar segir:

30. gr. Þátttaka í menningarlífi, tómstunda-, frístunda- og íþróttastarfi.
1. Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðra til þess að taka þátt, til jafns við aðra, í menningarlífi og skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja að fatlaðir:
a) hafi aðgang að menningarefni í aðgengilegri framsetningu,
b) hafi aðgang að sjónvarpsdagskrám, kvikmyndum, leikhúsi og öðrum athöfnum á sviði menningar, í aðgengilegri framsetningu,
c) hafi aðgang að stöðum þar sem flutningur menningarefnis eða þjónusta á sviði menningar fer fram, t.d. leikhúsum, söfnum, kvikmyndahúsum, bókasöfnum og ferðamannastöðum og hafi, eftir þvísem við verður komið, aðgang að minnisvörðum og stöðum sem eru mikilvægir í þjóðmenningarlegu tilliti.
2. Aðildarríkin skulu gera viðeigandi ráðstafanir til þess að fatlaðir fái tækifæri til að þroska og nota sköpunargáfu sína og listræna og vitsmunalega getu, ekki einvörðungu í eigin þágu heldur einnig í því skyni að auðga mannlíf í eigin samfélögum.
3. Aðildarríkin skulu gera viðeigandi ráðstafanir, samkvæmt reglum þjóðaréttar, til þess að tryggja að í lögum, sem vernda hugverkarétt, séu ekki ákvæði sem koma á ósanngjarnan hátt, eða með einhverjum þeim hætti sem hefur mismunun í för með sér, í veg fyrir að fatlaðir hafi aðgang að menningarefni.
4. Fatlaðir skulu eiga rétt á, til jafns við aðra, að sérstök menningarleg samsemd þeirra og samsemd með tilliti til tungumáls sé viðurkennd og njóti stuðnings, þ.m.t. táknmál og menning heyrnarlausra.
5. Aðildarríkin skulu gera viðeigandi ráðstafanir, í þvískyni að gera fötluðum kleift að taka til jafns við aðra þátt í tómstunda-, frístunda- og íþróttastarfi:
a) til þess að hvetja til og stuðla að þátttöku fatlaðra, eins og frekast er unnt, í algengu íþróttastarfi á öllum stigum,
b) til þess að tryggja fötluðum tækifæri til þessskipuleggja, þróa og taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi fyrir fatlaða og örva, í þessu skyni og með sama hætti og gildir um aðra, framboð á viðeigandi tilsögn, þjálfun og fé,
c) til þess að tryggja fötluðum aðgang að stöðum þar sem íþrótta- og tómstundastarf fer fram og ferðamannastöðum,
d) til þess að tryggja fötluðum börnum aðgang, til jafns við önnur börn, að leikjum og tómstunda- og frístunda- og íþróttastarfi, meðal annars innan skólakerfisins,
e) til þess að tryggja fötluðum aðgang að þjónustu þeirra sem annast skipulagningu tómstundastarfs, ferðamennsku og frístunda- og íþróttastarfs.