Fundargerð stjórnar nr. 4 2016-2017

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varaformaður, Baldur Snær Sigurðsson (BSS) ritari, Rósa María Hjörvar (RMH) gjaldkeri, Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður, Patrekur Andrés Axelsson (PAA) varamaður, og María Hauksdóttir (MH) varamaður og Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll: Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) meðstjórnandi,  Lilja Sveinsdóttir (LS) varamaður

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna. Tillaga að dagskrá var samþykkt.

Lýst eftir öðrum málum:

HSG: Fundargerðir.

2.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 3. fundar, sem send hafði verið  stjórnarmönnum, var samþykkt án athugasemda.

4. Skýrslur

Í skýrslu formanns var fjallað um:

       StefnuMótið

       Heimsókn til Íshesta.

       Samstarfssamningur við Fjólu.

       Skipan í ráð og nefndir.

       Viðhorfskönnun.

       Blindravinnustofan.

       Tölvumiðstöð fatlaðra (TMF).

       Almannaheill aðalfundur.

       Af vettvangi Norræns samstarfs         .

       Af vettvangi ÖBÍ.

Samþykkt að endurskipa BSS sem aðalfulltrúa í TMF og RMH sem varamann.

Samþykkt að skipa SUH, HSG og SHJ með Kaisu sem starfsmann í vinnuhópa um nám og atvinnumál á norrænum vettvangi.

HSG vakti athygli á að nú væru það eingöngu Ísland og Írland einu löndin í Evrópu sem ekki hafa staðfest Sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

       Aðalfund Blindravinnustofunnar.

       Samstarfssamning Blindrafélagsins og TM.  

       Styrk frá ÖBÍ.

       Fyrirtækjasöfnun Blindrafélagsins 2016.

       Ferðaþjónustusamning við Mosfellsbæ.

       Starfslokasamkomulag við Bergvin Oddsson.

       Talgervilsraddirnar Dóra og Karl.

       Frí framkvæmdastjóra.

5. Bréf og erindi.  
       Erindi frá EBU varðandi félagsgjöld.
       KHE gerði grein fyrir að EBU væri að reikna með að félagsgjöld til EBU færu úr 2200 evrum í 7000 evrur á næstu 4 árum.           Stjórn samþykkti að halda sig við skilning fulltrúar félagsins af seinasta þingi EBU sem felur í sér að Blindrafélagið mun               ekki greiða meira en 2.200 evrur í árgjald til EBU..

SUH gerði grein fyrir:

       Kynningu varðandi Reykjavíkurmaraþon.

       Fyrirspurn frá Samfylkingunni um helstu baráttumál Blindrafélagsins.

       Erindi frá „Með okkar augum“ þar sem óskað var eftir félagsmanni í viðtal. Patrekur fór í viðtalið.

       Erindi um málstofu Almannheilla um fjáröflun félagasamtaka.

       Kynningu á Degi fólksins.

       Erindi frá Arnþóri Helgasyni varðandi gönguljósin í Hamrahlíð.
       SUH sendir Reykjavíkurborg erindi.

6. WBU þingið í ágúst.

Formaður opnaði umræðuna og leitaði eftir afstöðu stjórnarmanna til þess að senda þátttakendur á þingið, sem verður í USA. Samþykkt var að tillögu formanns að á þingið færu: SUH, HSG, RMH og Mariakaisa og fulltrúar frá Ungblind ef ástæða þykir til. Einnig er gert ráð fyrir aðstoðarmanni.

7. Starfshlutfall formanns.

HSG gerði grein fyrir uppleggi í ráðningasamningi og starfslýsingu formanns. Hann bað síðan KHE að lesa bæði ráðningasamninginn og starfslýsingu.
MH (varamaður í stjórn) sagðist vera á móti því að formaður ætti rétt á uppsagnarfresti. Bent var á í því sambandi að það væru ávæði kjarasamninga sem kvæðu á um réttindi og skyldur aðila og þar með talið uppsagnarfrest. Ekki væri sérstaklega kveðið á um uppsagnarfrest í ráðningasamningnum. Hvorki atvinnurekandi eða starfsmaður geta í ráðningasamningum samið um lakari kjör en kjarasamningar kveða á um, slíkir samningar eru ólögmætir.

Stjórn samþykkti samhljóða ráðningasamninginn og starfslýsing formanns.

8. Blindravinnustofan - aðalfundur.

Samþykkt var að tillögu formanns að endurskipa óbreytta stjórn BVS. KHE gerði grein fyrir umtalsverðum viðsnúningi í rekstri BVS milli áranna 2014 og 2015 og áframhaldandi góðri afkomu af rekstri BVS það sem af er árinu 2016.
RMH vakt athygli á að það væri mikilvægt að huga að umhverfisvottuðum vörum í framtíðinni.

9. Fjármögnun sjóðsins Stuðningur til sjálfstæðis.

Formaður sagði stuttlega frá starfsemi styrktarsjóðsins Stuðningur til sjálfstæðis og vakti athygli á að þörf væri á að huga að því að styrkja sjóðinn. Formaður gerði það að tillögu sinni að Blindrafélagið legði 10 milljónir króna úr verkefnasjóði í Stuðning til sjálfstæðis. Var tillagan samþykkt samhljóða. Formaður og framkvæmdastjóri munu funda með Blindravinafélagi Íslands, sem einnig stendur að sjóðnum og tilkynna félaginu um ákvörðunina.

10. Samstarfssamningur við Fjólu

Drög að samstarfssamningi við Fjólu var sendur stjórnarmönnum fyrir fundinn. SUH gerði grein fyrir helstu atriðum samningsins sem meðal annars snýr að afnotum Fjólu að húsnæði Blindrafélagsins. Samningurinn var samþykktur og var formanni fali að klára samninginn.

11. Viðhorfskönnun Gallup.

Formaður gerði grein fyrir tillögu um að Blindrafélagið myndi láta Gallup gera skoðanakannanir meðal bakhjarls og almennings, þrjár kannanir. Tillagan var samþykkt samhljóða. Samþykkt var að láta verkefnasjóð fjármagna verkefnið.

12. Stefnumót - Undirbúningur

Formaður gerði grein fyrir undirbúningsvinnu fyrir StefnuMótið sem verður haldið 25. maí. Viðburðinum, sem verður unnið í litlum hópum, verður skipt í tvennt, annarsvegar mun verða fjallað um spurningarnar, hver erum við og hvað gerum við, í seinni hlutanum verðir svo farið í að ræða siðareglur og hvernig þær þurfa að vera til að vera í samræmi við svör við fyrri hlutann.

13. Mál í umræðuferli frá seinasta fundi.

Móttaka flóttamanna /félagsmenn.

Jafningjastuðningur og trúnaðarmannakerfið.

Umræðu frestað.

14. Önnur mál.

HSG lagði til að hætt yrði að birta nöfn nýrra félagsmanna í fundargerðum. Samþykkt.

Fundi slitið kl. 18:15

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.