Mættir: Kristinn Halldór Einarsson (KHE) formaður, Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) gjaldkeri, Ágústa Eir Gunnarsdóttir (AEG) varaformaður, Sigþór U Hallfreðsson (SUH) ritari, Arnheiður Björnsdóttir (AB) meðstjórnandi, Kolbrún Sigurjónsdóttir (KS) varamaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varamaður, Haukur Sigtryggsson (HS) varamaður, Ólafur Þór Jónsson (ÓÞJ) varamaður og Ólafur Haraldsson (ÓH) framkvæmdastjóri.
Gestur fundarins: Huld Magnúsdóttir (HM), forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar blindra, sjónskertra og daufblindra einstaklinga
Fundarsetning
Formaður setti fundinn kl. 16:35 og bauð stjórnarmenn og gest fundarins velkomna til fundarins.
Fundargerð 1. stjórnarfundar
Frestað.
Viðræður við gest fundarins, Huld Magnúsdóttur, forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar blindra, sjónskertra og daufblindra einstaklinga
Formaður kynnti Huld fyrir stjórnarmönnum og gaf henni síðan orðið og bað hana að segja frá starfssemi ÞÞM og hennar sýn á framtíðina.
Huld tók til máls og skýrði í ítarlegu máli starf stofnunarinnar. Helstu atriði í máli hennar voru:
Úthlutun á hjálpartækjum – Þau fara fram gegnum tengiliði – Beiðnir verða teknar fyrir vikulega – Reglur rýmkaðar og eins litlu og hægt er neitað.
Gjaldtaka – Lögð niður eftir að ÞÞM tók til starfa – Ráðuneytið óskar eftir að sú ákvörðun verði endurskoðuð.
Tengiliðir – Framvegis munu skjólstæðingar hafa ákveðna tengiliði á stofnuninni sem munu annast þeirra mál.
Starfsmannamál – Nánast er fullráðið í allar stöður – 29 starfsmenn munu starfa í 26 stöðugildum – Ráðin verður nýr kennsluráðgjafi og daufblindraráðgjafi. – Búið er að ráða tæknimann (Hlynur Hreinsson) – Nýi punktaletursprentarinn er kominn upp.
Áhersla verður lögð á sömu þjónustu um allt land.
Kynningarstarf verður aukið í haust – Leitað verður að blindu og sjónskertu fólki sem verði boðin þjónusta.
Hækkað þjónustustig –Fólki verður ekki vísað frá heldur reynt að greiða götu hvers og eins – Ekki verður lokað á sumrin.
Húsnæðismál – Starfsfólki hefur verið gerð grein fyrir því að stofnunin er ekki á förum úr húsinu á næstunni og því skal sú umræða sett á hilluna.
Fjármál og tölvumál hafa tekið mikinn tíma. Vonir standa til að stofnunin fái að halda núverandi starfsmannafjölda á næsta ári. Að öðru leiti verður mikið aðhald í rekstrinum. Ráðuneytið mun fara fram á 5% niðurskurð strax í haust (15 m.kr.). Huld telur að það muni takast.
Á dagskrá er að kynna og bæta samstarf við aðrar stofnanir.
Punktaletursstaðall – ÞÞM vill fá frumkvæði í þessu máli.
Markmið og gildi verði skráð og verði öllum starfsmönnum stofnunarinnar ljós. Sambærileg þjónusta verði því allaf í boði fyrir alla.
Námskeiðahald fyrir fagfólk verði reglubundið – Á döfinni er námskeið með ráðgjafa frá háskólanum í Birmingham.
U.þ.b. 30 manns fá þjónustu daglega í formi viðtala eða samtala. Alls hafa 4 – 5.000 þjónustubeiðnir verið afgreiddar.
Útboð á hjálpartækjum eru fyrirhuguð enda lögbundin. Alls er þetta kostnaðarliður upp á 100 m.kr á ári (40% gleraugu – 60% annað).
Formaður þakkaði Huld fyrir ítarlega skýrslu og gaf orðið laust.
ÓÞJ spurði hvort ÞÞM vildi aukið samstarf við Blindrafélagið. HM svaraði því játandi og nefndi námskeið í því sambandi.
KHE spurði um útgáfu á fræðsluefni. HM svaraði að ekkert nýtt væri á döfinni en líst vel á samstarf við Blindrafélagið í þeim efnum.
ÁEG spyr hversu langt eigi að ganga í að þjónusta alla sem til stofnunarinnar leita og veltir fyrir sér lagalegum skyldum og réttindum í þeim efnum. Svar HM: Þetta verður gert með bættu viðmóti, aukinni þjónustulund og betri ráðgjöf.
HSG telur að margt jákvætt sé að gerast á ÞÞM og telur að þjónusta stofnunarinnar muni hafa áhrif á þjónustu og stefnumótun Blindrafélagsins. Hann vill sjá náið samstarf við félagið um námskeiðahald. Svar: Sammála nánu samstarfi við félagið um námskeiðahald.
Að loknum umræðum um ÞÞM þakkaði formaður Huld Magnúsdóttur fyrir komuna og greinagóða skýrslu og svör.
Bréf
Engin
Skýrslur
Skrifleg skýrsla formanns var send stjórnarmönnum fyrir fundinn.
Formaður lagði þar til að líknarfélaginu Bergmáli verði veittur styrkur í tilefni af 70 ára afmæli Blindrafélagsins.
Eftir stuttar umræður var samþykkt að veita Bergmáli eina miljón króna í styrk til að kosta lýsingu í hið nýja hús Bergmáls að Sólheimum í Grímsnesi. Styrkurinn skal greiddur úr Verkefnasjóði Blindrafélagsins.
Afmælisdagskrá 19. ágúst
Formaður lagði fram tillögu að dagskrá á afmælishátíð félagsins sem haldin verður á hótel Hilton Nordica. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Gestalisti verður sendur til stjórnarmanna á mánudaginn og þeir beðir um athugasemdir og viðbætur. Senda skal boð til aðildarfélaga Öryrkjabandalagsins. Einnig auglýsingu í fjölmiðla þar sem styrktarfélögum verði boðið.
Önnur mál
KS vekur máls á því að ekki sé búið að ljúka lóðarframkvæmdum í Hamrahlíð 17. ÓH mun ýta við verktökum.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 18:40
Fundargerð ritaði Ólafur Haraldsson