Fundargerð 2. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2022 – 2023, haldinn miðvikudaginn 17. ágúst, kl 15:00.
Stjórn og framkvæmdastjóri:
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður,
Rósa María jörvar (RMH) varaformaður,
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri,
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari,
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) meðstjórnandi,
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður,
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður,
Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður,
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður,
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.
Fundarsetning
SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.
Afgreiðsla fundargerðar
Fundargerð seinasta fundar var samþykkt og verður send stjórnarmönnum til rafræns samþykkis.
Lýst eftir öðrum málum.
Inntaka nýrra félaga
Engar umsóknir lágu fyrir.
Skýrslur, bréf og erindi.
Í skýrslu formanns var fjallað um:
Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:
Umræður urðu um alvarleika þeirra stöðu sem komin er upp varðandi smíði talgervils í Máltækniáætluninni og mikilvægi þess að Blindrafélagið fylgist áfram vel með og skipti sér af málinu.
Hálfsársrekstaryfirlit.
KHE fór yfir rekstraryfirlit fyrri helming ársins. Sjá sundurliðað yfirlit á Teams svæði stjórnarinnar.
Megin niðurstaða rekstursins er: Rekstrartekjur voru 153 mkr en áætlun hljóðaði upp á 149,6 mkr. Rekstrargjöld voru 145,4 mkr en áætlun var 118,6mkr. Skýringin á þessum mun á gjöldum og áætluðum gjöldum er að tveir þriðju af 29 mkr, eða 19,4 mkr kostnaður vegna fjáraflanna hefur ekki verið færður sem framtíðar skuldbinding. Þegar það hefur verið gert þá verður rekstrarhagnaður 27,1 mkr. Sjá frekari skýringar á Teams svæði stjórnar.
Stjórnarmenn lýstu ánægju með reksturinn.
Húsnæðismál
KHE gerði grein fyrir stöðunni varðandi hækkun H-17. Verið er að endurskoða kostnaðaráætlunina og að því loknu hefjast viðræður við Kristmund Eggertsson um verktöku.
Augnlæknar Reykjavíkur hafa óskað eftir því að taka á leigu 200-250fm á 5. hæð þegar 6. hæðin verður tekin í notkun. Þeir hafa hins vegar hug á því að byrja skurðlæknastarfsemi núna strax í haust og hafa því óskað eftir að leigja til bráðabirgða þann hluta gamla salarins sem nú er með líkamsræktartækjum í. Stjórn þarf að taka afstöðu til þess hvort fallist verði á þessa beiðni. Ef beiðnin verður samþykkt þá þarf að finna pláss fyrir göngubrettið og spaðabolta borðið.
Samþykkt var að verða við ósk Augnlækna Reykjavíkur, jafnframt var samþykkt að setja spaðabolta borðið í meðferðarherbergið.
NSK
SUH kynnti drög að nýrri stofnskrá fyrir samstarf norrænu blindrasamtakana. Meðal annars sem kom fram þar er að gert er ráð fyrir að í stað fastra undirnefnda verði meiri áhersla lögð á að setja málefni í farveg tímabundinna málefnahópa með skilgreind markmið og tímamörk. Einnig að enska verði framvegis tungumál samstarfsins. Umræður urðu um málið og samþykkt var að SUH klári málið á þessum nótum.
Félagsstarfið
Rætt var um félagsstarfið og félagslífið innan Blindrafélagsins og hvernig það hefur þróast í gegnum tíðina og hvernig breytt samfélag og Covid tíminn hefur haft áhrif á þá þróun. Einnig var rætt um hvernig bregðast megi við minnkandi þátttöku félagsmanna í félagstarfinu. Meðal annars út frá samstarfi við aðra aðila og hugmyndum um aðkomu félagsmanna í því verkefni.
Samþykkt var að fara af stað með Virknistundaverkefnið sem kynnt var í skýrslu framkvæmdarstjóra.
Verkefnið gengur út á að hvetja og vinna í aukinni virkni félagsmanna Blindrafélagsins þar sem meðal annars verður boðið upp á tækifæri til að efla getu þeirra í tækniumhverfi og með því að rjúfa einangrun þessara einstaklinga. Virknistundirnar munu vera frá 10-12 á þriðjudögum og fimmtudögum og þar með hafa tengingu í Opna húsið. Verkefnið verður unnið í samstarfi við Sjónstöðina.
Samþykkt var einnig að halda samstarfsfund þann 8. september nk. þar sem boðuð verður stjórn, starfsmenn sem hafa aðkomu að félagsstarfinu og umsjónarfólk nefnda, klúbba og deilda.
Önnur mál
HSG sagði frá fyrirhugaðri ferð til Portúgal í apríl á næsta ári.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.