Fundargerð 13. Stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2022-2023, haldinn miðvikudaginn 3. maí. Kl 12:00
Stjórn og framkvæmdastjóri:
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður,
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður,
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri,
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari,
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) meðstjórnandi,
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður,
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður,
Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður,
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður,
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.
Forföll:
Staðfesting ársreikninga
Ársreikningar hafa verið í skoðun hjá stjórnarmönnum í eina viku. Engar athugasemdir eða ábendingar komu fram á þessum tíma.
Stjórn staðfestir ársreikningana með rafrænni undirskrift og verða þeir lagðir fyrir aðalfund.
Afgreiðsla fundargerðar
Fundargerð seinasta fundar var lesinn upp og samþykkt og verður send stjórnarmönnum til rafrænnar staðfestingar.
Önnur mál
Umræður urðu um hvort stjórn myndi leggja fram tillögu til ályktunar um brýn hagsmunamál félagsins á aðalfundinum. Hvort að því verður eða ekki verður ákveðið á næsta fundi.
Fundi slitið 12:35
Fundargerð ritar Kristinn Halldór Einarsson