Fundargerð 12. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2021 – 2022, haldinn miðvikudaginn 4. maí kl. 15:00.
Stjórn og framkvæmdastjóri:
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varaformaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) meðstjórnandi, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður. Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður.
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri,
Forföll: KH.
Fundarsetning
SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.
Lýst eftir öðrum málum.
Engin önnur mál boðuð
Árskýrsla Blindrafélagsins 2021.
Á fundinn voru mættar sem gestir þær Hjördís Ólafsdóttir löggiltur endurskoðandi hjá KPMG og Gerður Björnsdóttir bókari hjá KPMG. Þær gerðu grein fyrir að álit á áritun ársreikningsins væri án fyrirvara. Einnig fóru þær ítarlega yfir ársreikninginn ásamt samanburði við fyrra ár.
Megin niðurstaða er:
Rekstrarhagnaður 12.4 mkr.
Rekstarafkoma ársins að afskrifum og fjármagnsliðum meðtalið er -3,4 mkr
Stjórn samþykkti að gefa sér tíma fram í næstu viku til að fara yfir ársreikningana og koma með spurningar eftir atvikum, þá verðu boðað til stjórnarfundar til að afgreiða ársreikningana og að því loknu sendir endurskoðandinn ársreikningana stjórnarmönnum til rafrænnar undirskriftar.
Afgreiðsla seinustu fundargerðar
Fundargerðir 10. og 11. funda stjórnar sem legið hafa frammi á Teams svæði stjórnarinnar, voru samþykktar og verða send stjórnarmönnum til rafrænnar undirritunar.
Skýrslur, bréf og erindi.
Í skýrslu formanns var fjallað um:
- Stuðningur til sjálfstæðis, úthlutun vor 2021
- Starfshópur um samþykktir NSK
- UNK Ráðstefnan og NSK fundur í ágúst
- Afmæli Hljóðbókasafns Íslands
- Viðburðir framundan og mikilvægar dagsetningar
Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:
- Ársreikningar Blindrafélagsins
- Hamrahlíð 17, 6 hæð
- Traust til Blindrafélagsins
ÞÞ og HGS viku af fundi klukkan 17:00.
Nýir félagar.
Fyrir fundinum lágu 4 umsóknir um félagsaðild. Voru umsóknirnar samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar
Hamrahlíð 17, 6 hæð
Viðræðum við Aðalvík er lokið með þeirri niðurstöðu að Aðalvík hefur lækkað tilboð sitt um 34 mkr. svo nú stendur tilboðið í 234 mkr. Rafmagnið hefur verið tekið út úr tilboðinu en það var upp á 6 mkr. Aðalvík getur hinsvegar ekki hafið framkvæmdir fyrr en í ágúst. Það hefur í för með sér að þakið mun verða að einhverju leiti opið yfir há veturinn.
Möguleikarnir í stöðunni eru þrír
- Að semja við Aðalvík
- Að bjóða verkið aftur út í haust.
- Að semja við Kristmund sem hefur lýst vilja til að vinna verkið á grundvelli uppfærðs kostnaðarmats en innan þeirra tilboða sem bárust. Framkvæmdirnar myndu þá hefjast í apríl 2023.
Stjórnin samþykkti samhljóða að ganga til samninga við Kristmund.
Traust til Blindrafélagsins
Samkvæmt niðurstöðum í traust skoðunarkönnun Gallup þá mælist traust til Blindrafélagsins 65%. Skoðunarkönnunina í heild sinni má sjá á Teams svæði stjórnar.
Sjá hér einkunnir nokkurra aðila:
Lögreglan 78%
Háskóli Íslands 77%
Embætti forseta Íslands 73%
Heilbrigðiskerfið 71%
Blindrafélagið 65%
Seðlabanki Íslands 52%
Umboðsmaður Alþingis 51%
Ríkissáttasemjari 49%
Ríkissaksóknari 44%
Alla könnunina má sjá á vefsvæði Blindrafélagsins
Önnur mál.
Engin önnur mál.
Fundi slitið kl 18:00
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.