Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Hjalti Sigurðsson (HS) ritari, Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) gjaldkeri var í símasambandi, Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi, Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður og Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri.
Fjarverandi: Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður.
1. Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.
Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna.
SUH bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.
Lýst eftir öðrum málum: Engin önnur mál boðuð.
2. Afgreiðsla fundargerðar.
Fundargerð 11. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum var samþykkt.
3. Skýrslur bréf og erindi.
SUH gerði grein fyrir eftirfarandi málum í munnlegri skýrslu:
- Samráðsfundur stjórnar nefnda og deilda 12 janúar.
- Fundur um punktaletur 6. desember.
- Fundur með ritnefnd Víðsjár.
- Undirritun samnings vegna framkvæmda H17.
- Fundur með DeCode vegna RIWC 2020.
- Vinnufundur stjórnar.
- Fundur með miðstöðinni vegna eSight.
- Námskeið – Stjórnendur félagasamtaka.
- Heimasíða strætó bs. Athugasemdir við aðgengi.
- Af norrænu samstarfi.
Í skriflegri skýrslu framkvæmdastjóra sem send var stjórnarmönnum fyrir fundin var fjallað um:
- Rekstraráætlun 2018.
- Fjáraflanir.
- Aðgengismál.
- eSight búnaðinn.
- Ferðaþjónustumál.
- Þjónustusamninga.
- Húsnæðismál.
- Gallup kannanir.
- RIWC 2018 og RIWC 2020.
- Aðild félagsmanna Blindrafélagsins að evrópskum blindrasamtökum.
Samþykkt að láta verkefnasjóð fjármagna nýja LED lýsingu í salinn sem fjalla er um undir liðnum húsnæðismál í skýrslu framkvæmdastjóra áætlaður kostnaður er um 800 þ.kr.
Erindi:
- SUH sendi stjórnarmönnum framvinduskýrslu frá Suðurnesjadeildinni og fundargerð frá NSK fundum.
- Erindi frá Velferðarsviði Reykjanesbæjar þar sem brugðist var við athugasemdum Blindrafélagsins og lögmanns félagsins sem snúa að alvarlegum húsnæðisvanda félaga í Blindrafélaginu, sem fjallað var um á seinasta fundi og samþykkt að félagið beitti sér í.
Nýjustu fréttir eru þær að sveitarfélagið hefur boðið félagslega íbúð til viðkomandi einstaklings sem hefur verið þegin. Íbúðin verður afhent í febrúar.
4. Inntaka nýrra félaga.
Engin umsókn lá fyrir um félagsaðild.
5. Rekstraráætlun 2018.
KHE lagði fram drög að rekstraráætlun fyrir árið 2018. Annarsvegar áætlun fyrir allt árið samanborið við bráðabirgða rekstrarafkomu seinasta árs og svo hinsvegar áætlun fyrir 2018 skipt niður á ársfjórðunga.
Helstu tölur í áætluninni eru:
Tekjur: 234,4 m.kr.
Gjöld: 226,5 m.kr.
Rekstrarafgangur án fjármagnsliða: 7,9 m.kr.
Áætlunin, sem send hafði verið stjórnarmönnum í sér skjali var samþykkt samhljóða.
KHE kynnti fyrstu drög að ársreikningum 2017.
6. RIWC 2018 og RIWC 2020.
SUH kynnti fyrirhugaðan aðalfund RI 2018 og RIWC2018 ráðstefnuna.
Aðalfundur Retina International verður haldinn fimmtudaginn 8. febrúar næstkomandi í Auckland á Nýja Sjálandi. Þar mun verða kosið í stjórn samtakanna og er KHE í framboði en hann var kjörinn í stjórn samtakanna á aðalfundi þeirra 2016.
Þann 9. febrúar verður svo eins dags fræðsludagskrá þar sem kynntar verða margar af þeim rannsóknum og meðferðartilraunum sem nú eru í gangi og snúa að arfgengum hrörnunarsjúkdómum í sjónhimnu, eins og t.d. AMD, LCA, RP, Stargard, Usnet og fleiri.
Dagana 10 – 11 febrúar verður svo Alþjóðaráðstefna Retina International. Þar mun fjöldi vísindamanna, margir frá Eyjaálfu, kynna rannsóknir og tilraunameðferðir sem í gangi eru. Hér má sjá heimasíðu ráðstefnunnar: http://retina2018newzfaland.com/
Undir lok ráðstefnunnar mun Blindrafélagið taka formlega við undirbúningi fyrir ráðstefnuna í júní 2020. Heimasíða fyrir ráðstefnuna 2020 er í smíðum og má sjá drög að henni hér: www.riwc2020.is.
SUH sagði frá því að KHE hafi fengið áskoranir um að gefa kost á sér til varaforseta RI með það í huga að taka jafnvel við sem forseti samtakanna 2020 þegar að Christina Fasser stígur niður eftir áratugi í embættinu sökum aldurs. Stjórnin lýsti yfir einróma stuðningi við KHE ef að hann kýs að verða við þessum áskorunum og að hann fengi nauðsynlegt svigrúm til að sinna starfinu.
8. Viðhorfskannanir Gallup.
Farið var yfir spurningarnar í könnununum og samþykkt að setja kannanirnar af stað.
9.Önnur mál.
LS spurðist fyrir um niðurstöður þess að flokka sorp i H-17. Niðurstaðan varð sú að ekki væri möguleiki á því að neyða íbúa í að flokka sorp. Þeir sem hinsvegar vilja flokka hafa til þess alla möguleika.
Fundi slitið kl 18:10.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.