Fundargerð stjórnar nr. 12 2016-2017

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, Baldur Snær Sigurðsson (BSS) ritari, Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) gjaldkeri, Lilja Sveinsdóttir (LS) meðstjórnandi, María Hauksdóttir (MH) varamaður, og Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Fjarverandi: Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður, Patrekur Andrés Axelsson (PAA) varamaður

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna og bar upp tillögu að dagskrá sem send hafði verið út með fundarboðinu. Formaður lagði til að inn í dagskránna yrði bætt umfjöllun um stutt kynningarmyndband á Blindrafélaginu sem verður hluti af kynningum á aðildarfélögum ÖBÍ. Var dagskrátillagan samþykkt einróma.

Lýst eftir öðrum málum: MH

2.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 11. fundar, sem send hafði verið fundarmönnum fyrir fundinn var samþykkt.

3. Skýrslur

Í skýrslu formanns var fjallað um:

       Algilda hönnun og aðgengismál fundur .       

       Fundur velferðarráðuneytis. 

       Fundur með Átaki.

       Athygli vakin á Apple. 

       Fundargerðir stjórnar í Völdum greinum og Vefvarpi.

       Þing Lionskvenna. 

       Félagsfundur. 

       Af norrænu samstarfi.

       Af vettvangi EBU. 

       Af vettvangi ÖBÍ.  

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

       Ferðaþjónusta Blindrafélagsins.

       Hausthappadrætti Blindrafélagsins.

       Hljómflutningstæki í fundarsalinn.

       Jólaskemmtun starfsmanna.

       Visal verkefnið.

       Brunaviðbragðsáætlun og brunaæfing.

       Útleiga á Oxymap rýminu.

       RIWC 2020 og NOK 2020.

4. Bréf og erindi.  

Erindi frá ÖBí þar sem óskað er eftir tilnefningum í málefnahópa ÖBÍ. Að tillögu SUH var samþykkt að gera tillögu um að Elma Finnbogadóttir yrði skipuð í málefnahóp um Sjálfstætt líf og að SUH yrði skipaður í málefnahóp um heilbrigðismál. Var tillagan samþykkt.

5. Kynningarmyndband Blindrafélagsins í kynningu á aðildarfélögum ÖBÍ.

Umræður urðu um drög að myndbandinu eins og það liggur fyrir. Almennt var það skoðun stjórnarmanna að ekki hafi tekist að fanga það sem um var talað um að sýna mismunandi birtingarmyndir sjónskerðinga og eins var til þess tekið að enginn af þeim þremur einstaklingum sem leika blinda einstaklinga væru með hvítan staf. Af þessum sökum gæti Blindrafélagið ekki fallist á þess drög. Samþykkt var að SUH og KHE kæmu þessum viðhorfum á framfæri.

6. Tillaga til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017–2021 

SUH gerði grein fyrir fundi sem hann sótti i Velferðarráðuneytinu þar sem kynnt voru drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun um málefni fatlaðs fólks fyrir árin 2017 – 2021. Blindrafélaginu hefur verið boðið að senda inn umsögn um þingsályktunartillöguna. Þingsályktunartillöguna má skoða hér. (PDF skjal)

Þau sjónarmið komu fram að það vantaði þó nokkuð upp á að fjallað sé um mikilvæg hagsmunamál blindra og sjónskertra svo sem eins og stafrænt aðgengi, aðgengi að almennri menntun, að stefnt verði að því að færa sérhæfða þjónustu við fatlað fólk, sem nú er miðlæg, yfir til sveitarfélaga.  

Önnur atriði eins og tillaga um að gerð verði rannsókn á mögulegri kostnaðarþátttöku atvinnulífsins í hjálpartækjabúnaði fyrir fatlað starfsfólk eru jákvæð og spennandi.

Ákveðið var að SUH og RMH myndu gera tillögu að umsögn Blindrafélagsins sem meðal annars yrði byggð á þessum viðhorfum.

7. Önnur mál

MH: Óskar eftir því að fundargögn verði send út með meiri fyrirvara. Venjulega berast gögnin deginum fyrir fund.

SUH sagði að stundum væri það erfitt við að eiga en sjálfsagt að verða við því  þegar hægt væri.

Gerði athugasemd við að ekki hefðu verið sett á dagskrá mál sem að eru í stefnumótunarskýrslu stjórnar. 

SUH og BSS gerðu grein fyrir því hvaða mál væru í gangi.

Fundi  slitið kl. 17:50

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.