Fundargerð stjórnar nr. 10 2023-2024

Fundargerð 10. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2023 –2024, haldinn miðvikudaginn 24. janúar 2024, kl 15:00.   

Stjórn og framkvæmdastjóri:  

Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2022 - 2024)
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2022 - 2024)      
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)      
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri,  (2022 - 2024)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2022 - 2024)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)     
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2022 - 2024)      

Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri

Forföll : GRB,

Fundarsetning 

SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.   

Lýst eftir öðrum málum. 

Engin önnur mál

Inntaka nýrra félaga 

SUH bar upp umsóknir 10 umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.    

Skýrslur, bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um: 

  • Erindi frá íþróttasambandi fatlaðra
  • Samráðsfundur stjórnar og starfseininga BF
  • Hvernig líður þér á safni
  • Verkefnistillaga v/ landssöfnunar Rauða fjöðrin 2025
  • Á döfinni og mikilvægar dagsetningar

Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um: 

  • Drög af rekstaryfirliti 2023
  • Staða framkvæmda við Hamrahlíð 17
  • Fjáröflun
  • Úthlutun leiguíbúða í Hamrahlíð 17
  • Tæknimál

Fyrir fundinum láu tvö erindi, annað frá Íþróttasambandi fatlaðra með ósk um stuðning við félagsmennina Guðfinn Karlsson, Már Gunnarsson og Patrek Axel Andrésson sem stefna á þátttöku á paralympics 2024. Samþykkt var að styrkja um sömu upphæð og á seinasta ári eða 1,8 milljónir kr sem greiddar eru úr verkefnasjóði.

Hitt erindið var frá Stefáni Vilbergsyni þar sem hann vakti athygli á samnorrænu verkefni sem ÖBÍ er aðili að. Verkefni sem ætlað er að efla frjáls félagasamtök sem vinna að velferðarmálum. Verkefninu er ætlað að skapa tengsl milli félagasamtaka á Norðurlöndunum, skiptast á skoðunum, hugmyndum og þekkingu. Í Erindinu var vakin athygli á að félagasamtök ættu rétt á að skipa fulltrúa í sérstaka vinnuhópa. Samþykkt var að skipa Baldur Snæ Sigurðsson og Rósu Maríu Hjörvar til vara í vinnuhópinn Digital ilutions.

Rekstraruppgjör 2023

Kristín waage og KHE fóru yfir bráðabirgða rekstraruppgjör 2023, megin niðurstöður eru

Heildartekjur 321.1 milljónir króna. 

Rekstrargjöld 312.2 milljónir króna.  

Rekstrarafkoma fyrir afskriftir og fjármagnsliði 8.9 milljónir króna.  

Sjá frekari sundurliðun á Teams möppu stjórnar. 

Samráðsfundur

SUH lagði fram tillögu að fyrirkomulagi samráðsfundar sem haldin verður 2 feb nk.

Fundartími 13:00 -16.00

13:00 -13:30  Upplýsingar frá skrifstofu

13:30-14:00  Viðburðardagatalið fyrir vorönn og umræður.

14:00 – 15;00  Umræða í hópum:  Hvernig viltu sjá Blindrafélagið og stöðu helstu verkefna eftir 5 ár?

15:00 – 15:30  Kaffihlé

15:45 – 16:00  Samantekt úr umræðuhópum.

Tillagan var samþykkt einróma

Húsreglur og leigusamningar

Fyrir fundinum lágu tillögur um nýjar húsreglur og nýjan leigusamning þar sem tillit hafði verið tekið til athugasemda af síðast fundi. Voru drögin samþykkt og verða send í prófarkalestur.

Önnur mál 

Engin önnur mál.

 

Fundi slitið kl: 16:30

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson