Fundargerð 1. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2022 – 2023, haldinn þriðjudaginn 14. júní, kl 12:00.
Stjórn og framkvæmdastjóri:
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður,
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður,
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri,
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari,
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) meðstjórnandi,
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður.
Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður,
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður,
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri,
Fundarsetning
SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.
Lýst eftir öðrum málum.
Verkaskipting stjórnar.
SUH lagði fram tillögu um eftirfarandi verkaskiptingu stjórnar starfsárið 2022 til 2023
Varaformaður, Rósa María Hjörvar.
Gjaldkeri, Guðmundur Rafn Bjarnason.
Ritari, Kaisu Kukka-Maaria Hynninen
Meðstjórnandi, Sandra Dögg Guðmundsdóttir.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Siðareglur stjórnar - Siðareglur | Blindrafélagið
SUH ræddi um siðareglur sem Blindrafélagið hefur sett sér og siðareglur sem settar hafa verið á grundvelli þeirra fyrir annarsvegar starfsmanna og stjórnenda og hinsvegar siðareglur kjörinna fulltrúa. Stjórnarmenn hafa kynnt sér siðareglur kjörinna fulltrúa og sammæltust um að virða þær.
Rekstraráætlun 2022 til upplýsingar, verður sett inn á Teams svæði stjórnar.
KHE kynnti meginatriði rekstraráætlunar ársins 2022 og þriggja mánaða uppgjör félagsins. Farið verður yfir áætlunina þegar hálfsársuppgjör liggur fyrir.
RMH spurði um stöðuna á stækkun Hamrahlíðar 17, Upplýst var að vegna tafa í útboðsferli o.fl. var ákveðið að fresta aðgerðum og stefnt að því að hefja framkvæmdir í apríl 2023.
Önnur mál
SUH sagði stuttlega frá aðdraganda og framkvæmd ráðstefnu Retina International, RIWC2022, sem fór fram í Hörpu og á Edition hóteli 9 til 11 júní síðastliðinn. Blindrafélagið stóð að ráðstefnunni fyrir hönd Retina Ísland (RP deild). Ráðstefnan var haldinn í samstarfi við og samhliða norræna augnlæknaþinginu NOK2022. Ráðstefnan gekk í alla staði framúrskarandi vel og höfum við fengið mjög jákvæða umsögn gesta um góða skipulagningu og áhugaverða dagskrá. Á meðal hinna ýmsu sérfræðinga sem sóttu ráðstefnurnar vakti sérstaka athygli og mæltist vel fyrir það fyrirkomulag að leiða saman á ráðstefnu fagfólk og leikmenn. Alls sóttu 999 manns ráðstefnurnar.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson