Félagsfundur í Blindrafélaginu haldinn 9. nóvember 2017 að Hamrahlíð 17.
Fjallað aðallega um fagráð Blindrafélagsins og væntanlegar viðhaldsframkvæmdir að Hamrahlíð 17.
1. Formaður setti fundinn kl. 17:03 og bauð fundarmenn og gesti velkomna.
Hann gat þess að níu mánaða rekstraryfirlit sýndi góða afkomu félagsins og reksturinn væri í jafnvægi.
Rekstur Blindravinnustofunnar hefur einnig gengið vel og væntingar væru til þess að niðurstaða ársins verði ekki síður jákvæð en í fyrra. Hann þakkaði starfsfólki félagsins og vinnustofunnar gott og árangursríkt starf.
Formaður minntist á breytingar í starfsmannamálum Blindrafélagsins. Brynja Arthúrsdóttir og Steinunn Hákonardóttir hafa ákveðið að láta af störfum um næstu áramót. Í þeirra stað hefur Dagný Kristmannsdóttir verið ráðin trúnaðarmaður og Hjalti Sigurðsson félagsmálafulltrúi. Formaður bauð þau velkomin til starfa og þakkaði Brynju og Steinunni vel unnin störf.
Nú er í fyrsta sinn blint og sjónskert fólk í meirihluta starfsmanna Blindrafélagsins.
Formaður vék að árangursríkri söfnun bakhjarla í sumar, góðum anda innan félagsins og samstöðu um þau mál sem það´vinnur að. Félagið nýtur sem fyrr mikillar velvildar og félagsstarfið er öflugt.
Megin áhersla stjórnar hefur verið inn á við. Innri stoðir hafa verið styrktar meðal annars með því að setja siðareglur og uppfæra samþykktir félagsins. Samþykkt hefur verið aðgerðaráætlun um kynbundið ofbeldi og einelti.
Haldnir hafa verið spjallfundir um eitt og annað sem við getum lært hvert af öðru og um það sem við viljum efla og styðja. Þá minntist formaður á heilsueflingu og gat Þeirra erinda sem stjórn stóð fyrir m.a. um andlega vellíðan.
Formaður vék að verkefnum framundan, 80 ára afmæli félagsins eftir tvö ár, væntanlegum viðhaldsframkvæmdum og taldi verðugt verkefni að gefa Blindrafélaginu í afmælisgjöf það að hlúa að höfuðstöðvum félagsins. Setti síðan fund.
2. Kynning viðstaddra.
Þá kynntu fundarmenn sig og voru 19 félagsmenn á fundinum auk gesta og starfsfólks.
3. Kosning starfsmanna fundarinns.
Svo var gengið til kjörs starfsmanna og var Eyþór Kamban Þrastarson kjörinn fundarstjóri og Gísli Helgason fundarritari.
4. Fundargerð síðasta félagsfundar.
Fundargerð síðasta félagsfundar 16. mars var lögð fram og samþykkt samhljóða.
5. Fagráð Blindrafélagsins.
Þá gaf fundarstjóri fulltrúum úr fagráði Blindrafélagsins orðið, en mætt voru Gunnar Rúnar Matthíasson formaður ráðsins og Eyrún Ingibjörg Jónsdóttir, en Helga Baldvins og Bjargardóttir var forfölluð.
Gunnar sagði starf fagráðsins í mótun og að þau vonuðust eftir því að hafa sem minnst að gera. Reynslan er að ef verið er að fást við mál þar sem einhverjum finnst á sér brotið þá er hlutverk fagráðs að bregðast við og reyna að efla viðkomandi meðan er verið að leiðbeina og finna leið til þess hvernig á að vinna úr máli viðkomandi. Gunnar kvað fagráð fyrst og fremst valdeflandi.
Eyrún Jónsdóttir sagði ekki algengt að fatlað fólk leitaði sér hjálpar vegna kynferðislegs ofbeldis. Hún fór síðan yfir viðbragðsáætlun félagsins sem styðst við viðbragðsáætlanir ýmissa samtaka.
Tölvupóstur sem sendur er til fagráðsins á netfangið fagrad@blind.is fer eingöngu beint til þeirra sem sitja í fagráðinu en vistast ekki með öðrum netpósti á netþjóni Blindrafélagsins.
Fólk er hvatt til þess að hafa samband beint við fagráðið. Fulltrúar þar hafa áratuga reynslu í að fást við slík mál og fullum trúnaði er heitið gagnvart þolendum.
Frumkvæði er aldrei tekið úr höndum þolenda.
Nokkrar umræður urðu á eftir. Þar kom fram að hægt er að hringja beint í fagráðið í síma 546 0086, sjálfstætt númer sem er ekki í beinum tengslum við Blindrafélagið.
Til máls tóku m.a. Sigþór U. Hallfreðsson og Baldur Snær Sigurðsson.
6. Fyrirhugaðar viðhaldsframkvæmdir að Hamrahlíð 17.
Björn Gústafsson verkfræðingur hjá VSB-verkfræðistofu fór ásamt Kristmundi Eggertssyni byggingameistara og byggingastjóra hússins yfir það ástandsmat sem gert var á húsinu að Hamrahlíð 17.
Viðgerðum var skipt upp í 7 áfanga.
Suðurgafl á nýrri álmunni frekar dapur. Laga þarf veggfleti, hurðir og glugga. Áætlaður kostnaður um 8 milljónir.
Gamla húsið, suður, austur og norður hliðar. Mat upp á um 24 milljónir.
Austurhlið aðalhúss, þ.e. nýrri byggingarinnar, laga allar svalir, skipta um glugga sem eru stórir á þeirri hlið, áætlaðar um 60 milljónir í það.
Norðurhlið aðalbyggingar viðgerður upp á um 4.6 milljónir.
Lyftuhúsið uppi á þaki. Ekki hefur verið gengið frá veggjum almennilega. Laga þarf þakkanta. Áætlun upp á um 400 þúsund.
Þakkantar og túður aðallega á gamla húsinu, þakið lítur nokkuð vel út. Áætlun um 700 þúsund krónur.
Alls eru áætlanir upp á um 140 milljónir.
Sumt hefur ekkert verið átt við frá byggingu hússins og því kominn tími á viðhald.
Umræður spunnust út frá ástandsmati og viðruðu fundarmenn skoðanir sínar. Til máls tóku
Rósa Ragnarsdóttir, Steinar Björgvinsson, Kolbrún Sigurjónsdóttir, Dagný Kristmannsdóttir, Baldur Snær Sigurðsson, Sigþór U. Hallfreðsson. Spurt var hvort framkvæmdir yrðu boðnar út og hefur stjórn ákveðið að svo verði.
7. Önnur mál.
Þórarinn Þórhallsson spurði um fjármögnun væntanlegra framkvæmda.
Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri svaraði. Andvirði Stigahlíðar 71 sem var seld verður notað í viðhaldsframkvæmdir um 13 framkvæmda. Annar þriðjungur verður fjármagnaður úr verkefnasjóði félagsins og hugsanlega 13 tekinn að láni til 15 til 20 ára.
Aðrir sem tóku til máls Dagný Kristmannsdóttir, Steinar Björgvinsson, Sigþór U. Hallfreðsson, Baldur Snær Sigurðsson, Kjartan Ásmundsson, Gísli Helgason, Hjalti Sigurðsson og Kristinn Halldór Einarsson.
8. Fundarslit.
Formaður þakkaði fundarmönnum og öðrum sem tóku þátt í fundinum og sleit svo fundinum kl. 18.25.