Fundargerð félagsfundar 29. nóvember 2023.

Félagsfundur Blindrafélagsins, miðvikudaginn 29. nóvember.

1.      Fundarsetning.

Formaður félagsins, Sigþór U. Hallfreðsson, setti fundinn kl. 16:30.

2.      Kynning fundargesta.

Fundinn sóttu 20 fundarmenn.

3.      Kjör starfsmanna fundarins.

Kaisu Hynninen var kosin fundarstjóri og Mónika Elísabet Kjartansdóttir fundarritari.

4.      Afgreiðsla fundargerðar síðasta félagsfundar.

Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

5.      Menntunarmöguleikar blindra og sjónskertra, áhrif stafrænnar þjónustu á nám.

Fjallað var um ógnir og tækifæri blindra og sjónskertra einstaklinga í sístækkandi stafrænu umhverfi.

Framsögur:
Nemendaráðgjafar frá Háskóla Íslands, Ástríður M. Eymundsdóttir náms- og starfsráðgjafi og Hrafnhildur V. Kjartansdóttir náms- og starfsráðgjafi.
Kennslusvið Háskóla Reykjavíkur. - Hrefna Pálsdóttir, forstöðukona kennslusviðs HR.
Rósa María Hjörvar, varaformaður Blindrafélagsins. Stafræna byltingin er okkar bylting, er í eðli sínu bylting fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga.

Ástríður og Hrafnhildur frá HÍ fóru yfir verksvið nemendaráðgjafa, þjónustu við nám og þau úrræði sem eru í boði. Háskólinn fylgir reglum um réttindi sáttmála sameinuðu þjóðanna. Þar sem jafn réttur til náms er tryggður. Þær fóru yfir það hvernig samkomulag er gert við nemendur um úrræði. Sum úrræði kalla á undirbúning áður en kennsla hefst. Þær fóru yfir jafnréttisáætlun HÍ og að aðgengisaðgerðir eru í vinnslu. Verið er að uppfæra kort af HÍ með aðgengis upplýsingum og leggja leiðarlínur í allar byggingar sem áætlað er að verði lokið fyrir 2026. Tveir jafnréttisfulltrúar eru innan HÍ sem nemendur geta leitað til ef þeir telja að brotið sé á þeim á grundvelli fötlunar.

Hrefna frá Háskóla Reykjavíkur tók til máls og sagði nemendaráðgjöf HR bjóða upp á sambærilega ráðgjöf og HÍ. Hún ræddi um áskoranir og ógnir inna HR þegar kemur að stafrænni þjónustu og telur mikilvægt fyrir háskólana að marka sér betri stefnu í stað þess að vinna skref fyrir skref. HR er í stefnumótunarvinnu og mun hún vekja athygli á mikilvægi aðgengilegrar stafrænnar þjónustu.

Rósa María tók til máls og lagði áherslu á að stafræn bylting væri í eðli sínu bylting blindra og sjónskertra. Hún nefndi meðal annars mikilvægi þess að geta tekið ritað mál og breytt því í stafrænt form sem hentar betur blindum og sjónskert. Helstu ógnir og áskoranir við stafrænar þjónustur eru að þeir sem hanna tæknina, skilji ekki þarfir blindra og sjónskertra. Mikilvægt er að kerfi séu nothæf og aðgengileg fyrir blinda og sjónskerta og nauðsynlegt að það verði tryggt. Fatlaðir verða að hafa góðan og greiðan aðgang að símenntun og endurmenntun.

Fundarstjóri þakkar fyrir erindin og opnar fyrir spurningar.

Guðrún Skúladóttir spyr hvers vegna kennarar hafi ákvörðunarvald þegar kemur að aðgengilegu námsefni. Hrefna telur að gamlir kennarar breytist ekki auðveldlega, en segir að nú séu að verða kynslóðarskipti og kennarar séu almennt opnari fyrir fjölbreyttum nemendahóp. Ef vandamál koma upp, er mikilvægt að hafa samband við námsráðgjafa svo hægt sé að leita lausna.

Sigríður Björnsdóttir spyr hversu lengi samningurinn gildi. Hrefna mælir með að gerðir séu nýir samningar við upphaf náms, eða við endurkomu í nám. Gamall samningur virkjast ekki sjálfkrafa við endurkomu í nám.

Kristinn Halldór spurði hvort HÍ sé að móta nýja jafnréttisstefnu eða uppfæra gamla. Ef upp koma tilvik þar sem fatlaður nemandi telur sig vera beittan órétti, hvaða stöðu hefur hann gagnvart kennurum sem í hlut eiga. Fylgja því einhver viðurlög ef nemandi verður fyrir því. Ástríðu svarar að það sé hægt að leita til jafnréttisfulltrúa og að svona mál eru gríðarlega erfið. Nemandinn er ekki í sömu valdastöðu og kennari.

Baldur nefndi að aðgengi að námsefni væri mun betra nú heldur en áður, en það séu þó enn vandamál til staðar. Hí ætti að setja kröfu við kerfiskaup og smíði að kerfin uppfylli aðgengiskröfur svo nemar séu ekki í stríði við kerfin. Ástríður nefnir að þau hafi fengið nemendur sem nota talgervil til að lesa yfir kennsluskránna og sagði það hafa verið sjokk að sjá hversu óaðgengileg hún væri.

Sigþór benti á mikilvægi þess að námsefni sé aðgengilegt og benti á evrópsku vefaðgengis tilskipunina. Hann spurði hvort þeir sem sæki nám í endurmenntun gætu fengið sömu þjónustu varðandi aðgengilegt námsefni. Hrefna svaraði að hún væri ekki viss, en endurmenntun sé sjálfstæð stofnun og heyrir ekki undir HÍ.

Rósa María spurði út í trúverðugleika nemanda ef hann lendir í vanda. Ástríður segir mikilvægt að nemendur hafi strax samband svo hægt sé að leita lausna.

Rósa María benti á aðgengisvandamál með heimasíðu HÍ. Svo virðist sem aðeins hafi verið hugsað um blinda sem ytri notendur en ekki sem innri notendur heimasíðna HÍ. Sigríður lagði til að blindir og sjónskertir séu látnir taka notenda könnun á vef HÍ. Rósa María nefndi að það hafi verið notendaprófanir. Heimasíðan Hí er þung en er nothæf, ólíkt Uglunni.

Fundarstjóri þakkaði fyrir spurningarnar og minnir á mikilvægi náms.

6.      Önnur mál.

Rósa María minnti á hvatningarverðlaun ÖBÍ, sunnudaginn 3. desember í Sigtúni 42.

Rósa Ragnarsdóttir minnti á sýningu list án landamæra þar sem Múrbrjóturinn verður veittur.

Sigþór minnti á jólahlaðborð Blindrafélagsins næsta laugardag og viðburð í Opnu húsi þar sem minnast á Rósu fyrrverandi formanns félagsins sem hefði orðir 100 ára.

7.      Fundarslit.

Formaður þakkaði fundargestum fyrir góðan fund og sleit fundinn kl. 18:03.