Fundargerð félagsfundar 20. nóvember 2024.

Félagsfundur 20.11.2024 kl. 16:30 

Fundargerð 

1. Fundarsetning 

Formaður félagsins Sigþór U. Hallfreðsson setti fundinn kl. 16:30 og bauð alla velkomna.  

2. Kynning fundargesta. 

Fundarmenn kynntu sig. Fundinn sótti 25 manns.  

3. Kjör starfsmanna fundarins. 

Sigþór U. Hallfreðsson var kosinn fundarstjóri og Marjakaisa Matthíasson fundarritari.  

4. Afgreiðsla fundargerðar síðasta félagsfundar. 

Fundargerðin var samþykkt samhljóða. 

5. Umræður um breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem taka gildi 1. september 2025. 

Á fundinn mættu Huld Magnúsdóttir forstjóri Tryggingastofnunnar, Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur hjá ÖBÍ, Þóra Ágústsdóttir verkefnastjóri og Sverrir Berndsen yfirlögfræðingur hjá VMST. 

Huld kynnti nýja örorkulífeyriskerfið sem var samþykkt í sumar á Alþingi. Tilgangurinn er að einfalda kerfið og verður nýtt greiðslukerfi  tekið í notkun 1. september 2025. Tilgangur breytinganna er að gera örorkulífeyriskerfið einfaldara, skilvirkara og gagnsærra. Það á að hvetja til atvinnuþátttöku og draga úr tekjutengingum, auka stuðning við einstaklinga í endurhæfingu og koma í veg fyrir að fólk lendi á ótímabærri örorku ásamt því að greiðsluflokkarnir verða færri. Huld benti á að einstaklingar sem eru með varanlegt örorkumat flytjist sjálfkrafa í nýtt kerfi.  

Vinnunni hefur verið skipt í fjóra flokka:  

  • Í stað fyrir núverandi kerfi verður tekið í gagnið samþætt sérfræðimat. 
  • Nýtt greiðslukerfi verður tekið í notkun. 
  • Samhæfingarteymi verða sett upp um allt land fyrir fólk sem er í endurhæfingu.  
  • Verið er að hanna þjónustugátt.  

Greiðsluflokkunum verður breytt: í notkun verður tekin nýr örorkulífeyrir og  hlutalífeyrir sem á að hvetja til atvinnuþátttöku. Honum fylgir virknisstyrkur. Auk þess verður nýr flokkur sem heitir sjúkra- og endurhæfingargreiðslur.   

Örorkulífeyririnn kemur í staðinn fyrir núverandi örorkulífeyrir, tekjutryggingar og sérstaka framfærsluuppbót. Þessar greiðslur greiðast þeim sem eru með 0 til 25% vinnugetu samkvæmt nýju sérfræðimati og það er varanlegt.  

Hlutaörorkulífeyrir er ætlaður þeim sem geta verið á vinnumarkaði og er líka varanlegur. Það nemur 82% af upphæð örorkulífeyris. Forsenda þess að fara á hlutaörorkulífeyri er að fara í samþætt sérfræðimat sem er hægt eftir 1. september 2025. Þessi hópur er metinn með 26-50% vinnugetu. Samkvæmt upplýsingum frá TR er hægt að sjá að hópur einstaklinga gæti hagnast af því að færa sig á hlutaörorku og mun TR upplýsa viðkomandi um það. 

Virknistyrkurinn er greiddur af Vinnumálastofnun. Sjúkra- og endurhæfingargreiðslur er nýtt fyrirkomulag og verður tekið í notkun þegar einstaklingur getur ekki unnið eða verið í námi vegna sjúkdóms, slyss eða áfalls. Hægt er að fá greiðslur í sjö ár. Einnig verður heimilt að fá greiðslur á meðan einstaklingur bíður eftir meðferð eða að endurhæfing hefjist. Það er einnig heimilt að greiða bætur í þrjá mánuði eftir að endurhæfingu lýkur ef einstaklingur er skráður í atvinnuleit.  

Skv. nýju lögunum verða til samhæfingarteymi með eftirfarandi  þjónustuaðilum: TR, félagsþjónustu sveitafélaganna, Vinnumálastofnun, Virk og heilbrigðisstofnunum. Samstarf þessara stofnanna á að stuðla að samfelldri þjónustu. Samhæfingarteymin verða  sex á mismunandi stöðum á landinu, öll teymin verða skipuð starfsfólk frá öllum þjónustuaðilum.  

TR er að setja upp þjónustugátt þar sem öll gögn sem þjónustuaðilarnir þurfa að nota verða aðgengileg.  

Samþætt sérfræðimat metur getu einstaklingsins til virkni á vinnumarkaði. Matið byggir á alþjóðlegu flokkunarkerfi ICF sem alþjóðar heilbrigðisstofnunin notar. Matið er samþætt og verið er að horfa á færni, aðstæður og heilsu einstaklingsins. Matið er sérfræðimat þar sem upplýsingarnar koma frá mörgum, einnig frá einstaklingnum sjálfum. Í dag er örorkumatið einungis læknisfræðilegt, en skv. WHO á að horfa til fimm þátta: heilsufars, líkamsstarfsemi, líkamsbyggingu, Þátttöku í athöfnum, umhverfisþætti og einstaklingsbundna þætti.  

Gunnar Alexander Ólafsson frá ÖBI tók fram að nýja kerfið sé mun einfaldara og auðskiljanlegra. Það er mikil einföldun að sameina þrjá greiðsluflokka – tekjutrygginguna, lífeyrinn og  sérstaka framfærsluuppbót – í eitt með einn skerðingarflokk. Gunnar lýsti líka ánægju sinni á nýja sjúkra- og endurhæfingarlífeyriskerfinu sem tekur mun betur utan um fólk og gætir þess að fólk missi ekki framfærslu. Hann var líka ánægður með það að þeir sem fá lífeyri greidd skv. gamla kerfinu færast sjálfkrafa yfir á það nýja.   

Aðkoma ÖBI að nýju löggjöfinni var nánast enginn, þar sem það var ekki haft samráð við ÖBI við samningu frumvarpsins. En ÖBI var virkt og beitt í umfjöllun frumvarpsins og náði fram nokkrum góðum breytingum. Gunnar benti þó á að það þurfi að fá skýringar á nokkrum atriðum, sérstaklega á samþætta sérfræðimatinu sem var samþykkt áður en útlínur þess lágu fyrir.  

Gunnar veltir einnig fyrir sér hvort vinnumarkaðurinn sé tilbúinn að taka við fleiri örorkulífeyrisþegum og fjöldanum sem er að þiggja hlutaörorkulífeyri. Það þarf að sýna fram á að til sé fullt af jákvæðu, hugrökku fólki sem langar að vinna, en vinnumarkaðinn þarf að taka þátt í þeim breytingum.  

Dóra Ágústsdóttir frá Vinnumálastofnun sagði frá virknistyrknum sem býðst fólki sem fær samþætt sérfræðimat og fer á hlutaörorkulífeyri. Virknistyrkurinn nemur mismuninum á hlutaörorkulífeyri og fulla örorkulífeyrinum. Viðkomandi þarf þá vera tilbúinn að taka þátt í þeim úrræðum sem Vinnumálastofnunin hefur að bjóða. Hægt er að fá styrkinn í tvö ár og á sama tíma fær vinnuleitandinn einstaklingsmiðaða þjónustu. Stærsta áskorunin er að finna vinnu við hæfi fyrir hvert og eitt en verkefnið, Unndís er að fást við þessa áskorun. Dóra hefur fulla trú á að vinnumarkaðurinn geti tekið við áskoruninni.  

Þá var komið að spurningum frá félagsmönnum. Spurt var um greiðslur fyrir óvinnufæran einstakling, hlutaörorkulífeyri og heimilisuppbót í nýja kerfinu.   

Huld útskýrði að einstaklingur sem bíður eftir aðgerð og er búinn að nýta veikindaréttinn í sjúkrasjóði á rétt á sjúkragreiðslum frá TR.  

Hún sagði að Í nýja lífeyriskerfinu er búið að byggja upp ákveðna hvata til atvinnuþátttöku sem snýst um frítekjumörkin. Samanlagðar tekjur hlutaörorkulífeyrisþega mega vera 350.000 en 100.000 hjá þeim sem fær fullan lífeyri án þess að lífeyrinn skerðist. Fólk getur óskað eftir því að fara frá fullum lífeyri í hlutaörorku og öfugt ef það finnur að þetta gengur ekki upp. Valið er alfarið einstaklingsins.  

Huld fullvissaði fólk um það verði engar breytingar í tengslum við heimilisuppbót, hún verður sú sama á hlutaörorku og fullum lífeyri.  

Halldór Sævar tók einnig þátt í pallborðsumræðum og sagði að umræðan um lífeyriskerfið væri núna mun jákvæðara, og í lögum væri árlega ákveðin hækkun sem fylgir launavísitölunni.  

Hann velti fyrir sér stöðu ungra: Sjónstöðin hefur hvatt ungt fólk til að sækja langtímanám. Á námstímanum getur einstaklingur verið á fullri örorku en farið eftir námið á hlutaörorku með vinnu, þegar náminu lýkur er hægt að óska eftir hlutaörorku. Skv. Halldóri fær fólk oft of seint tíma á Sjónstöðinni og fólk yfir sextugt hefur ekki lengur trú á að það geti unnið. Það væri hægt að styðja fólki í að halda sinni vinnu.  

Einnig veltifólk fyrir sér  hve erfitt það sé að sjá fyrir skerðingarnar. Erfiðast virðist vera að áætla vaxtatekjur og margir átta sig ekki á þeim. Huld benti á að í tekjuáætlunum voru gefnar upp 15 milljarðar í vaxtatekjur en skv. skattaframtalinu voru þær í rauninni 35 milljarða. TR hefur ekki tengingar við Lífeyrissjóðina né Skattinn til að geta brugðist við. Það stendur til að reyna að breyta þessu því lögin hafa hingað til ekki heimilað TR  að sækja upplýsingar um greiðslur einstaklinga t.d. frá Skattinum. Einnig er gott að hafa í huga að TR greiðir lífeyri fyrir fram en laun eru greidd eftir á sem þýðir að kerfin tali ekki saman.   

6. Önnur mál 

Spurt var um úthlutunarreglur hússjóðs Brynju þar sem reglan í dag er að umsækjandi þarf að vera 75% öryrki. Halldór Sævar staðfesti að engum yrði hent út úr íbúðinni sinni þótt hann færi á hlutaörorkulífeyri og taldi hann líklegt að kerfið myndi frekar opnast enn meira þótt það vanti ekki umsækjendur. Nú eru 500 manns að bíða eftir úthlutun. Einnig einstaklingar sem hafa fengið örorkumat fyrir 67 ára aldur mega sækja um íbúð. 

Fundinum var slitið kl. 18:50. 

Fundargerðina ritaði  

Marjakaisa Matthíasson.