Fjölskyldudagur að Sólheimum á vegum Sjóðsins blind börn á Íslandi

 

Mjög vel var mætt á fjölskyldudag sem Sjóðurinn blind börn á Íslandi bauð uppá laugardaginn 17 apríl að Sólheimum í Grímsnesi. Yngsta hópnum var boðið upp á leiki og föndur undir stjórn sérmenntaðs fagfólks og á meðan voru foreldrarnir á fyrirlestri hjá Þórkötlu  Aðalsteinsdóttur fjölskylduráðgjafa frá Sálfræðistofunni Líf og Sál.  Fyrir börn sjö ára og eldri var boðið upp á leiklistarnámskeið, ratleik og  sérsniðið námskeið í líkamstjáningu og framkomu.  Stjórnandi námskeiðanna fyrir börnin var Agnar Jón Egilsson leikari. Allir hjálpuðust svo að við að taka saman bæði hádegisverð og kvöldverð. Hópurinn var með aðstöðu í Bergmálshúsinu. Þegar flest var voru um 70 manns á svæðinu, börn ungmenni og fullorðnir, og allir mjög ánægðir með einstaklega vel heppnaðan dag.  Dagurinn var öllum þátttakendum að kostnaðarlausu.