Félagsmaður í Blindrafélaginu á Olympíuleika fatlaðra í Peking

Íslenski Ólympíuhópurinn kom er kominn til Peking í Kína þar sem Ólympíumót fatlaðra fer fram dagana 6.-17. september næstkomandi. Hópurinn lagði snemma af stað á mánudagsmorgun og eftir átta klukkustunda bið í Danmörku eftir tengiflugi var loks lagt af stað í lokaáfangann.

Eftirfarandi íþróttamenn verða fulltrúar ÍF á Ólympíumótinu í Beijing:
Sonja Sigurðardóttir, sund, ÍFR
Eyþór Þrastarson, sund, ÍFR
Þorsteinn Magnús Sölvason, lyftingar, ÍFR
Jón Oddur Halldórsson, frjálsar íþróttir/ spretthlaup, Reynir/Ármann
Baldur Ævar Baldursson, langstökk, Snerpa

Hægt er að fylgjast með fréttum af hópnum á heimasíðu Íþróttasamband fatlaðrara með því að smella hér.