Jólamerki Thorvaldsenfélagsins um síðustu jól voru seld til styrktar blindum og sjónskertum börnum. Félagið afhenti sjóðnum eina milljón króna til kaupa á fartölvum fyrir blind og sjónskert grunnskólabörn og ákvað stjórn sjóðsins að styrkja sérstaklega verkefni á vegum kennsluráðgjafarinnar, sem mun verða hluti af nýrri þjónustu og þekkingarmiðstöð blindra og sjónskertra. Verkefnið er fólgið í því að tölvurnar verða allar útbúnar með stækkunarbúnaði sem auðveldar sjónskertum nemendum að halda í við jafnaldra sína og munu kennsluráðgjafar fylgjast með þessum hópi nemenda sérstaklega og kenna þeim á búnaðinn.
Mikil ánægja ríkti var meðal krakkanna, foreldra þeirra, Thorvaldsenkvenna og annarra sem stóðu að verkefninu. Ljóst má vera að þetta er verkefni sem getur haft mikil og jákvæð áhrif