Er Jón Gnarr næsti aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins?


  Skytturnar-thrjar-med-borgarstjora.14.59.33

Er Jón Gnarr næsti aðgengisfulltrúi Blindrafélagsins?

Í morgun héldu Skytturnar Þrjár, þær Helga Dögg, Snædís Rán og Áslaug Ýr, á fund borgarstjóra til þess að kynna fyrir honum niðurstöðu skýrslu sem þær hafa unnið að í sumar.

Lokaskýrsla fjallar um aðgengi fyrir fatlaða í miðborg Reykjavíkur og þá sérstaklega á Laugarvegi. 

Þar hafa stelpurnar ferðast um og prófað aðgengi í reynd. Þær hafa talið auglýsingaskilti, athugað gangstéttir og skráð niður hindranir.

Áslaug segir það til fyrirmyndar hvernig borgin tók á skiltamálum í sumar. Það hefur orðið algjör bylting og skiltin farið úr 125 niður í 50.

Helga Dögg, sagði Borgarstjóra frá þeim mismunandi hindrunum og skort á merkingum sem Skytturnar fundu á leið sinni um Laugarveg. Borgarstjóri sýndi þessu mikinn skilning  og var samála stúlkunum í því að það þyrfti að taka betra tillit til fatlaðra. Hann tók líka undir með Snædísi Rán þegar hún benti á lélegt aðgengi af búðum og veitingarstöðum miðbæjarins.

Borgarstjóri lofaði að taka virkan þátt í aðgengisbarráttu og koma skýrslunni áleiðis til aðila innan borgarinnar og tók ætlar hann þar að auki að aðstoð Skytturnar með því að minna bílstjóra á að taka tillit og leggja ekki upp á gangstétt. Þessi fundur markar lok sumarverkefnis Blindrafélagsins sem unnið var í samstarfi við Þjónustu og Þekkingarmiðstöð Blindra, Sjónskertra og Daufblindra einstaklinga og hefur vakið gríðarlega eftirtekt og nú þegar stuðlað að bættu aðgengi í miðborg Reykjavíkur.

Hægt er að sjá lokaskýrsluna á slóðinni.

Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá skrifstofu félagsins.