Styrkúthlutanir apríl 2018.

FUNDARGERÐ

Stjórnarfundur Styrktarsjóðs Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins, Stuðningur til sjálfstæðis (STS), haldinn í húsi Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17, þriðjudaginn 24. apríl  2018, kl. 13:00

Mættir: Sigþór Hallfreðsson stjórnarformaður, Helga Eysteinsdóttir stjórnarmaður, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir stjórnarmaður, Sólveig Sigurðardóttir stjórnarmaður og Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri Blindrafélagsins.

Á dagskrá var afgreiðsla styrkumsókna sem bárus eftir að auglýst hafði verið eftir styrkumsóknum.

Alls  bárust 21 umsóknir uppá  3,271.739 krónur.  Eftirfarandi umsóknir voru samþykktar:

 

A - flokkur. Náms- ferða- og ráðstefnustyrki til fagfólks sem starfa með blindum og sjónskertum einstaklingum, eða vinna að hagsmunamálum þeirra.

  • Þjónustu og þekkingarmiðstöðin         360.000 kr.

Samtals úthlutað í A flokki allt að 360.000.krónur..

 

B - Flokkur. Náms-, ferða-, endurhæfingar- og ráðstefnustyrki til félagsmanna Blindrafélagsins.

  • Guðmundur Rafn Bjarnason              100.000 Kr.
  • Jón Þórðardóttir                                  50.000 kr
  • Kaisy Hinnien                                     125.000 kr.
  • Margrét Helga Jónsdóttir                   100.000 kr.
  • Rósa María Hjörvar                             75.539 kr.
  • Sigríður Hlín Jónsdóttir                      100.000 kr.
  • Valdimar Sverrisson                            44.000 kr.
  •  

Samtals úthlutað í B-flokki: 594.539 kr.

 

 

C - flokkur. Styrki til félagsmanna Blindrafélagsins til kaupa á hjálpartækjum.

Úthlutanir með fyrirvara um að viðkomandi hafi ekki fengið úthlutas samskonar styrk á seinusut þremur árum. 

  • Bjarnveig Steinunn Steinsdóttirsdís  50.000 kr.
  • Dagbjört Andrésdóttir                         50.000 kr.
  • Haraldur G Hjálmarsson                    50.000 kr.
  • Höskuldur Björnsson                         50.000 kr.
  •  Karen Axelsdóttir                              50.000 kr.
  • Ólöf S. Valdimarsdóttir                       50.000 kr.
  • Páll E jónsson                                    50.000 kr.
  • Sebastian Canova                             50.000 kr.
  • Svanhildur Anna Sveinsdóttir            50.000 kr.
  • Valdimar Leo Vesterdal                     50.000 kr.

 Samtals úthlutað í C - flokki: 500.000 kr

                                             

D - flokkur. Styrki til verkefna sem eru hagsmunum blindra og sjónskertra til framdrátta. 

  • Kristín Gunnarsdóttir              100.000 kr.                

 Samtals úthlutun í D-flokki er uppá 100.000 kr.

Umsókn Björns Á Magnússonar vegna Íslandsklukkuverkefnisins  var sett á bið á meðna leitað yrði skýringa á því hvort að þessi styrkbeiðni væri í raun ekki afgreidd þar sem Blindrafélagið hefði þegar sryrkt verkefnið rausnarlega. Var framkvæmdastjórna falið að leita þeirra skýringa. Ef svo væri ekki væri heimild til að styrkja verkefnið um 100.000 kr.

 Samþykkt var að frá og með næstu úthlutun yrðu styrkir í C flokki að hámarki 75.000 kr.

 Sjónarmið frá seinasta fundi er varða endurhæfingu voru ítrekuð, en þau eru:

 Sjóðsstjórnin bókar efasemdir sýnar um að styrkja að verulegu marki meðferðir sem að telja verður til almennra heilsueflingar og vísar að því tilefni til úthlutunarreglna en þar segir m.a.

"Endurhæfingarstyrkir eru veittir einstaklingum sem þurfa að sækja sérhæfða endurhæfingu t.d. erlendis sem er nauðsynleg að mati fagaðila. Við meðferð umsókna er höfð hliðsjón af því hvort styrkir hafi áður verið veittir til samsvarandi verkefna. Umsókn skal fylgja umsögn fagaðila."

Fleira ekki gert og fundi slitið um kl 15:00.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.