Daniel hefur þróað með sér hlustun til að átta sig í umhverfinu en hann missti sjónina þegar hann var þrettán mánaða. Daniel er stofnandi og framkvæmdastjóri World Access for the Blind sem er með höfuðstöðvar sínar í San Fransisco í Kaliforníu. Hann er með Masters gráðu í þroskasálfræði og sérkennslufræðum svo og gráðu í áttun og umferli.
Undanfarin ár hefur Daniel ferðast um heiminn til að kynna aðferðir sínar, hann var á Íslandi í júní á síðasta ári þar sem hann vann með
blindum og sjónskertum einstaklingum svo og fagfólki.
Þeir sem hafa áhuga á að hitta Daniel eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Völu Jónu Garðarsdóttur hjá - og þekkingarmiðstöð í síma 545-5800 eða senda póst á vala@midstod.is
Sjá kynningarmyndband hér: