Birt með leyfi höfunda, dr Gordon Dutton og Helen St. Clair Tracy.
* Stjörnumerkt orð eru útskýrð neðst í greininni.
CVI "hópaskipting”
Í gegnum þessa vefsíðu kynnistu nokkrum alvöru einstaklingum sem eru með heilatengda sjónskerðingu (CVI). Nöfnum þeirra hefur verið breytt.
Connor er einn þeirra, lítill drengur sem er skráður blindur, vegna alvarlegrar CVI sjónskerðingar. Hann glímir við margar aðrar áskoranir, bæði líkamlegar og andlegar og er sagður hafa flóknar sérþarfir.
Katherine er stúlka í grunnskóla, en hún er er bæði með CVI og sjónskerðingu í augunum sjálfum. Hún er með "vægar” áskoranir í námi.
Mary er sú þriðja, hún er fullorðin kona með CVI en hefur engar aðrar skyldar áskoranir eða fötlun svo vitað sé.
Connor treystir á aðra til að hjálpa honum með allar sínar þarfir. Katherine þarf einhvern stuðning, sérstaklega þar sem öryggi þarf að vera í forgrunni t.d. Nálægt gatnamótum. Hún er að læra að vera sjálfstæðari. Mary þarf stundum stuðning, en er annars mjög sjálfstæð.
Á þessari síðu verður þörfin til þess að auðkenna hvern einstakling með CVI sem einstaka manneskju, með sína eigin sjón og sjónskerðingu, ásamt sínum eigin viðbrögðum og þörfum, endurtekin og styrkt mörgum sinnum. Þrátt fyrir það, er til ,,flokkun” eða hópaskipting sem auðveldar það að skilja hinar mismunandi áskoranir sem tegundir af CVI valda hjá mismunandi fólki. Þetta veltur á mismunandi þáttum, til dæmis þroska viðkomandi í heildina. Þetta er sérstaklega hjálplegt til að skilja mismunandi hegðun og viðbrögð við heiminum.
Þessir hópar flokka ekki einstaklingana, svo ef manni finnst viðkomandi einstaklingar í þessum hópum eiga heima í einhverjum sér flokkum, þarf maður að skilja heilatengda sjónskerðingu aðeins betur. Hópaskiptingin flokkar aðeins áskoranirnar og þarfirnar tengdar þeim, en ekki fólkið sjálft.
Hópaskiptingin er mjög breiður skali sem gefur nothæfar og hagnýtar leiðbeiningar um hvernig einstaklingi með CVI gæti liðið eða hvernig viðkomandi gæti brugðist við heiminum. Það er einungis með þessum skilningi sem við getum lært hvernig á að hjálpa og styðja viðkomandi og á sem áhrifaríkastan máta.
CVI Hópur 1
Fólk með mikla og flókna fötlun ásamt CVI, mikil neikvæð áhrif á bæði sjónrænan heim viðkomandi og einnig getu hans til að hreyfa sig. Stundum verður líka þroskaskerðing.
Önnur hugtök oft notuð í þessum hópi eru:
- Seinkun á líkamlegum og andlegum þroska GDD (Global Developmental Delay),
- Flóknar og margþættar áskoranir í námi PMLD (Profound and Multiple Learning Difficulties)
- Margþætt fötlun og sjónskerðing MDVI (Multiple Disabilities and Visual Impairment)
Einstaklingar í þessum hópi hafa mögulega ekki alltaf skilninginn á hvað gerist í kringum þá. Þeir gætu átt í erfiðleikum með að tjá hugsanir sínar og tilfinningar. Viðbrögð þeirra við sjónræna heiminum gætu verið mjög ósjálfráð og eðlislæg.
En, eins og við höfum talað um, er hver og einn einstaklingur með CVI einstakur. Það þarf að skilja að viðkomandi er með sína eigin fötlun og þarfir.
Hegðun og viðbrögð Connors passa við þennan hóp.
CVI hópur 2
Fólk með CVI og viðbótarfatlanir sem hafa áhrif á hreyfigetu og sjálfstæði - en þroski er "eðlilegur”.
Í þessum hópi gæti verið einhver sem er með einhverskonar CP, sem gæti þurft aðstoð við gang, eða á erfitt með tal, en er með "eðlilega” eða jafnvel yfir meðallagi greind.
Einstaklingur í þessum hópi getur vel verið með eðlilega sjónskerpu, sjónsvið og birtuskilnæmi*, en gæti átt í erfiðleikum með að nota sjónina til að stjórna hreyfingu, með að sjá heildarmynd eða með að hafa stjórn á viðbrögðum sínum í krefjandi umhverfi.
Ef einstaklingur í þessum hópi hefur eðlilega sjónskerpu, geta áskoranirnar vegna annarra vandamála "horfið” - það er ekki tekið eftir þeim, þær eru óþekktar og þar af leiðandi fær viðkomandi ekki aðstoð. Þessar tegundir sjónskerðingar eru ómeðvitaðar, þ.e. Viðkomandi veit ekki að hann er sjónskertur. Fagfólk eða fjölskyldumeðlimir gætu reynt að útskýra útkomuna / hegðunina sem afleiðingu af öðrum þekktum greiningum ( t.d. ADHD eða einhverfu), meðan aðrir halda að einstaklingurinn sé ekki að reyna nógu mikið, eða standa sig.
Ef við þekkjum, skiljum eða ,,flokkum” ekki sjónskerðinguna, er auðvitað ekki hægt að viðurkenna eða styðja og viðkomandi gæti vel fundist sem hann væri klaufskur, gagnslaus eða heimskur - sem er auðvitað alls ekki raunin.
Sjónrænir erfiðleikar Katherine, passa inn í þennan hóp. Katherine er sögð hafa ,,vægar áskoranir í námi”, sem þýðir samt ekki að hún hafi ekki eðlilegan þroska. Áskoranir hennar eru útskýrðar af því að fólk í kringum hana skilur ekki heilatengdu sjónskerðinguna - og upplýsingar eru ekki settar fram á þann hátt sem hún getur unnið úr. Þetta þýðir að Katherine getur ekki nýtt til fulls þá möguleika sem hún hefur til að læra.
CVI hópur 3
Fólk sem er "einungis” með CVI - en engar aðrar skyldar áskoranir eða fötlun.
Sjónskerðing hvers og eins getur verið allt frá því að vera nánast blindur, yfir í eðlilega sjónskerpu - en þröngt sjónsvið og eða truflunar á skynjun vegna þess hvernig hinir mismunandi hlutar heilans virka - eða virka illa eða ekki. Viðkomandi gæti átt erfitt með að þekkja hluti, til dæmis andlit. Þetta getur valdið verulega miklum félagslegum kvíða.
Þessir sjónrænu erfiðleikar verða óþekktir, bæði hjá öðrum og líka einstaklingnum sjálfum - í mörg mörg ár.
Viðkomandi CVI einstaklingur þarf að takast á við margvíslegar áskoranir í daglegu lífi og gæti þróað aðferðir til að ,,komast af”, til dæmis að einangra sig smátt og smátt. Stundum getur viðkomandi verið "stimplaður” einhverfur eða með ADHD.
Mary er í þessum hópi.
Í stuttu máli, fólk í þessum hópum getur haft hvaða munstur sem er, af CVI tegundum.
Þessir hópar eru auðkenndir vegna fólksins sjálfs, ekki sjónskerðingarinnar.
Upprunaleg grein: https://cviscotland.org/documents.php?did=1&sid=64
Orðaskýringar.