Þann 26. október kom stjórn Styrktarsjóðs Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins Stuðningur til sjálfstæðis saman.
Á dagskrá var afgreiðsla styrkumsókna sem bárust eftir að auglýst hafði verið eftir styrkumsóknum.
Alls bárust 14 umsóknir uppá 4.620.000 kr. Eftirfarandi styrkúthlutanir voru samþykktar:
A - flokkur. Náms- ferða- og ráðstefnustyrki til fagfólks sem starfa með blindum og sjónskertum einstaklingum, eða vinna að hagsmunamálum þeirra.
Þjónustu og þekkingarmiðstöð – Námskeið starfsmanna: 1.000.000 kr.
Þjónustu og þekkingarmiðstöð - leiðsöguhundar: 345.000 kr.
Samtals úthlutað í A – flokki: 1.345.000 kr.
B - Flokkur. Náms-, ferða-, endurhæfingar- og ráðstefnustyrki til félagsmanna Blindrafélagsins.
Menntaskólinn í tónlist: 500.000 kr.
Samtals úthlutað í B – flokki: 500.000 kr.
C - flokkur. Styrki til félagsmanna Blindrafélagsins til kaupa á hjálpartækjum.
Firas Fadhil Alwan: 75.000 kr.
Hjördís Óskarsdóttir: 50.000 kr.
Ívar Örn Ívarsson: 70.000 kr.
Kristján Helgi Jóhannsson: 75.000 kr.
Steinunn Friðgeirsdóttir: 75.000 kr.
Samtals úthlutað í C - flokki: 345.000 kr.
D - flokkur. Styrki til verkefna sem eru hagsmunum blindra og sjónskertra til framdrátta.
Trimmklúbburinn Edda: 120.000 kr.
Samtals úthlutað í D-flokki: 120.000 kr.
Alls úthlutað 2.310.000 krónur.