Tilgangur sjóðsins er annars vegar að styrkja ungt, blint eða sjónskert fólk til mennta, og hins vegar menntun eða vísindastarf í þágu blindra og blinduvarna. Heimilt er að úthluta árlega úr sjóðnum allt að 2 milljónum króna.
Umsóknir sendist rafrænt (eða á pappír) til Ingu Lísar Hauksdóttur ingaliso@landspitali.is Augndeild LSH, Eiríksgötu 37, 3.h., 101 Reykjavík, sem einnig veitir nánari upplýsingar. Umsóknin skal í stuttu máli gera grein fyrir þeirri skólagöngu, menntun eða verkefni sem sótt er um, ásamt upplýsingum um umsækjanda, náms- og starfsferil og sjónskerðingu, ef við á. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 15. júní 2020.