Augnvísíndaráðstefnunum RIWC2020 og NOK2020 frestað til 2022.

Retina International World Congress 2020 (riwc2020.is) ráðstefnunni og Norræna augnlæknaþinginu 2020 (nok2020.com), sem halda átti í Hörpu dagana 4 - 6 júní í ár, hefur verið frestað til 8. - 11. júní 2022. 

Eins og kunnugt er þá hefur COVID-19 heimsfaraldurinn orðið til þess að ómöglegt er að halda aþjóðlegar ráðstefnur á meðan að faraldurinn geisar. Velferð og heilsa þátttakenda er mikilvægari en nokkur ráðstefna og af þeim sökum hafa skipuleggjendur RIWC 2020 og NOK 2020 ákveðið að fresta þessum ráðstefnum til 2022. Fyrri áform um hið einstaka samstarf þessara tveggja ráðstefna munu halda sér og báðar ráðstefnurnar verða haldnar í Hörpu dagana 8 - 11 júní 2022. 

Skipuleggjendur eru þakklátir öllum þeim sem að lagt hafa hönd á plóg við undirbúning ráðstefnanna, stuðningsaðilum og sýnendum, þeim sem voru búnir að gefa kost á sér sem umsjónarmenn málstofa og fjöldamörgum ræðumönnum sem koma víða að og öllum þeim sem sent hafa inn vísinda kynningar. 

Þeir sem að voru búnir að skrá sig og greiða ráðstefnugjöld munu fá þau endurgreidd eftir páska inn á það kreditkort sem að gjöldin voru skuldfærð út af. Sama á við um hótelbókanir sem að fóru í gegnum ráðstefnuskráninguna.