Blindrafélagið hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðum viðburðum á komandi vikum ætluðum fyrir félagsmenn. Opið hús á þriðjudögum og fimmtudögum, ásamt fyrirhuguðu skemmtikvöldi 3. apríl næstkomandi, hefur verið frestað. Einnig hefur verið ákveðið að fresta fyrirhuguðu Prjónakvöldi 17. mars og Opnu húsi á laugardegi, sem átti að vera 28. mars.
Stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarstigi vegna COVID-19 og beinir sóttvarnarlæknir því sérstaklega til þeirra sem teljast til viðkvæmra hópa, einkum þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eldri einstaklinga að forðast margmenni.
Við bendum félagsmönnum á að fylgjast vel með tilkynningum frá embætti ríkislögreglustjóra, sóttvarnalækni og embætti landlæknis í fjölmiðlum og fara eftir leiðbeiningum og fyrirmælum þeirra.
Um leið og viðburðir hefjast aftur á vegum félagsins, verða þeir auglýstir með góðum fyrirvara í öllum miðlum félagsins.