Blindrafélagið semur um ferðaþjónustu við Bláskógabyggð

 Þann 1 júní 2018 tekur gildi ferðaþjónustu samningur milli Blindrafélagsins og Bláskógabyggðar. Samningurinn felur í sér að Blindrafélagið tekur að sér að reka ferðaþjónustu fyrir íbúa Bláskógabyggðar sem eru skráðir lögblindir hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón og heyrnarskerðingu og geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur vegna fötlunar sinnar. Bláskógabyggð tekur að sér að niðurgreiða ferðakostnað einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu sem eru greindir blindir, eru með lögheimili í Bláskógabyggð og ófærir um að nýta sér almenningssamgöngur vegna fötlunar sinnar. Blindrafélagið tekur að sér að veita ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu til einstaklinga með lögheimili í Bláskógabyggð sem eru blindir og geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur vegna fötlunar sinnar. Tilgangurinn er að gera þeim kleift að sinna á sjálfstæðan máta erindum sínum á höfuðborgarsvæðinu.

 

Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Blindrafélagsins.