Aðgengisvandamál með Facebook.

Margir hafa kvartað út af aðgengisvandamálum með Facebook að undanförnu þar sem Meta, eigandi Facebook, ákvað að fjarlægja eldri farsíma útgáfuna af síðunni sem margir blindir og sjónskertir notendur notfærðu sér næstum alfarið. Þetta stoppaði marga að nota Facebook og hafa samtök blindra og sjónskerta um allan heim verið að reyna að fá Facebook til að laga þetta og opna gömlu útgáfuna af síðunni að nýju. Nú hafa samtökin í Bandaríkjunum, National Federation of the Blind, fengið Meta til að opna nýjan tengil sem veitir notendum aðgang að einfaldri farsíma útgáfu af Facebook í vafra. 

Slóðin sem þarf að nota er https://facebook.com/?force_mobile=1.

Þetta notendaviðmót er engan vegin fullkomlega aðgengilegt og er þarna að finna ýmsar hindranir, en engu að síður er þetta viðmót líklega mikið betra fyrir skjálestrarnotendur (og fleiri) en þetta hefðbundna nýja útlit. Ef þetta útlit virkar betur fyrir þig, mælum við með að þú vistir bókmerki í vafrann þinn með þessari slóð.

Við þökkum Theódóri Helga félaga okkar fyrir að finna og benda okkur á þetta.

Hér er hægt að lesa nánar um málið á frétt hjá samtökum blinda í Bandaríkjunum.