Sjóðurinn Blind börn á Íslandi veitir styrki til blindra og sjónskertra barna á Íslandi allt að 18 ára aldri. Sjóðurinn veitir einungis styrki vegna atburða og/eða hluta sem eru annars ekki styrktir af almannatryggingum, félagsþjónustu sveitafélaga eða af öðrum stofnunum eða sjóðum sem koma að málum blindra og sjónskertra barna.
Stjórn sjóðsins hefur heimild til að úthluta allt að 70% af andvirði þess sem styrkt er. Sé styrks ekki vitjað innan árs fellur hann niður.
Sótt er um á eyðublaði á heimasíðu Blindrafélagsins:
Í umsókninni skal lýsa nákvæmlega því verkefni sem sótt er um styrk til og gera grein fyrir mikilvægi þess fyrir barnið auk þess sem kostnaðaráætlun skal fylgja.
Umsóknir um styrki þurfa að hafa borist eigi síðar en 1. apríl 2024.