Blinidr sjá

Í dag þriðjudaginn 28. apríl kl 12:15, í troðfullum hátíðarsal Menntaskólanns  í Hamrahlíð, hleypti Blindrafélagið af stokkunum kynningarátakinu Blindir sjá.  Að loknu ávarpi Bergvins Oddssonar formanns Blindrafélagsins, var nýtt kynningarmyndband átaksins frumsýnt. Samkomunni lauk svo með því að Iva Marin Adrichem flutti lagið Sommertime eftir Gerswin og lék sjálf undir á píanó.

Blindir sjá átakinu er ætlað að vekja athygli fjölbreyttum birtingarmyndum mismunandi sjónskerðinga og því að það að vera blindur er ekki eingöngu á/af ástand, það er full sjón eða engin sjón, heldur sjá langflestir eitthvað.


Andllit átaksins er Unnur Þöll Benedikstsdóttir,  sjónskertur nemandi við Menntaskólann á Laugarvatni. Átakinu, sem aðallega er beint að yngra fólki, er einnig ætlað að vekja athygli á því að blint og sjónskert fólk er þess fullfært að lifa sjálfstæðu og innihaldsríku lífi og vera ábyrgir og virkir samfélagsþegnar. Viðurkenning á að þarfir blindra og sjónskertra einstaklinga geta verið bæði fjölbeyttar og ólíkar ásamt stuðningi til sjálfstæðis er lykilatrið í þeim efnum.

Gert hefur verið stutt kynningarmyndband sem sýnir í gegnum mismunandi sjónskerðingarhermun hvernig ung sjónskert manneskja gæti upplifað ýmislegt af því sem ungt fólk tekur sér fyrir hendur. Svo sem eins og að koma sér á fætur á morgnanna, fara í fallhlífarstökk, vera á tónleikum, fara í sund og kyssa. Myndskeiðinu er meðal annars ætlað að leiðrétta þær ranghugmyndir að tilvera blindra og sjónskertra sé öll svört.

Myndbandið mun aðallega verða sýnt í kvikmyndahúsum, á samfélagsmiðlum og á öðrum þeim miðlum sem yngra fólk fylgist með. Hér má sjá myndbandið, sem er á You Tube. 

Jafnframt munu vera settar upp filmur á klósett í skólum landsins þar sem hægt verður að spegla sig í gegnum mismunandi tegundum af sjónskerðingu. Þá mun filmum sem hægt er að setja framaná myndavélar á símum og veita þannig sjónskerta sýn í gegnum símann verða dreift í skólum landsins.

Blindir sjá átakið er styrkt af Blindravinafélagi Íslands.


Aðalsamstarfsaðii Blindrafélagins er auglýsingastofan Pipar - TBWA

 Frekari upplýsingar veitir Bergvin Oddsson í síma 895 8582

https://www.youtube.com/watch?v=txWcLU6RWMg