Blindrafélagið þýðir bókina

Blindrafélagið semur um þýðingu bókarinnar "En plads for alla" 20. desember 2006.
Það er ánægjulegt að geta greint frá því að Blindrafélagið hefur samþykkt að verða við beiðni Sjónstöðvar um að standa fyrir þýðingu á sænsku bókinni: “En plads för alla”.
Bókin er skrifuð með það í huga að styðja foreldra sjónskertra og blindra barna
og aðra þá sem koma að þjónustu og kennslu. Sigrún Bessadóttir vinnur að
þýðingu bókarinnar sem mun væntanlega koma út í íslenskri þýðingu síðari hluta
ársins 2007.