Blindrafélagið auglýsir eftir starfsmanni á skrifstofu félagsins í starf aðgengis og upplýsingafulltrúa. Um er að ræða fullt starf.
Starfslýsing:
- Að halda uppi samstarfi við sérfræðinga á sviði aðgengis hjá Þjónustu og Þekkingar miðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón og heyrnarskerðingu bæði á sviði ferilfræðilegs og stafræns aðgengis.
- Að sinna samskiptum við vefhönnuði, forritara og verkkaupa á sviði stafrænna tækni í bæði einka og opinbera geiranum.
- Að standa fyrir, bera ábyrgð á og kynna stafrænar og ferilfræðilegar aðgengisúttektir og lausnir.
- Að svara fyrirspurnum frá fagaðilum og félagsmönnum varðandi aðgengi.
- Að hafa samskipti við aðra aðila innan þriðja geirans sem vinna á sviði aðgengismála þar á meðal ÖBÍ, Þroskahjálp og Almannaróm.
- Að hafa samskipti við framkvæmdaraðila, verktaka og stjórnvöld varðandi byggingarframkvæmdir og hönnun bæði innanhús og utan.
- Að kynna málaflokkinn í fjölmiðlum og sértímaritum í þeim tilgangi að vekja athygli á ákvæðum laga, staðla, réttra aðferðarfræði og þörfum blindra og sjónskertra.
- Kynna og vekja athygli á lausnum sem að eru til fyrirmyndar.
- Kynning og sala á aðgengislausnum sem að Blindrafélagið er með umboð fyrir eða mælir sérstaklega með.
- Umsjón með og þáttaka í efnisöflun og frágangi efnis fyrir miðla félagsins.
Eftirsóknaverðir eiginleikar umsækjenda:
- Jákvæð framkoma og lausnarmiðuð hugsun.
- Góðir samskiptahæfileikar.
- Góð alhliða tölvufærni.
- Þekkja og/eða geta kynnt sér lagaumhverfi, staðla, réttindi og alþjóða sáttmála.
- Reynsla af sölumennsku.
- Góð tungumálakunnátta í ensku og einhverju norðurlanda tungumáli.
- Geta starfað sjálfstætt og í hóp..
- Geta haldið kynningar, bæði smáar og stórar fyrir ákvörðunaraðila, framkvæmdaaðila, fagfólk og leikmenn.
- Breið tækniþekking og geta til að sækja sér nýja þekkingu, nýtt sér hana og miðla áfram.
Umsóknarfrestur er til kl 12:00 föstudaginn 13 september.
Umsóknum skal skila í tölvupósti á Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóra Blindrafélagsins khe@blind.is