Nú hefur Heilsuklúbburinn tekið aftur til starfa eftir sumarfrí.
Tímarnir eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 16.30 til 18:00 í Sal Blindrafélagsins. Tímarnir eru þrískiptir.
Við byrjum á fjörugum og skemmtilegum styrktaræfingum þar sem unnið er með eigin líkamsþyngd. Þar næst er hefðbundinn jógatími ætlaður fyrir byrjendur, með mikilvægum teygjum og öndunaræfingum sem auðvelda hreyfingu og öndun í daglega lífinu. Tíminn endar svo með djúpri jógaslökun sem róar og nærir taugakerfið og vinnur á streitu. Hægt er að mæta bara í einn af þessum tímum. Hver tími tekur um 30 mínútur.
Ástundun þessa tíma mun veita líkamlegan styrk, liðleika og betra andlegt jafnvægi. Tímarnir eru opnir öllum félagsmönnum. Jógadýnur, púðar og teppi eru á staðnum. Er ekki komin tími fyrir sjálfsrækt með heilsueflandi æfingum sem veita vellíðan.