Heimsóknin til Blindrafélagsins var í tilefni af sölu Lions á Rauðu fjöðrinni sl. vor, en þá söfnuðust 12,9 milljónir króna sem runnu til Leiðsöguhundaverkefnis Blindrafélagsins.
Í móttökunni voru forsetinn og aðrir gestir frædd um Leiðsöguhundaverkefni Blindrafélagsins og hina dýrmætu aðkomu Lionsmanna á Íslandi, og landsmanna allra, að því. Einnig voru gestum gerð grein fyrir öðrum þáttum í starfsemi félagsins.
Í söfnuninni, sem stóð yfir 3. til 6. apríl, söfnuðust 12,9 milljónir króna, en það fer nálægt því að vera um 50% af heildarkostnaði við leiðsöguhundaverkefnið.
Af leiðsöguhundunum er hinsvegar það að frétta að þeir eru komnir úr sótthví og 4 vikna samþjálfun með notendum er hafin undir stjórn norskra hundaþjálafar, sem hafa íslenska þjálfara sér til aðstoðar.
Frá Lionshreyfingunni mættu:Alþjóðaforseti Albert F. Brandel og eiginkona hans Dr. Maureen Murphy. Fjölumdæmisstjóri Daníel G. Björnsson, Lkl. Muninn, Kópavogi og eiginkona hans Jórunn J. Guðmundsdóttir, Lkl. Ýr, Kópavogi. Umdæmisstjóri 109A Guðrún Björt Ingvadóttir, Lkl. Eik, Garðabæ og eiginmaður hennar Jón Bjarni Þorsteinsson, Lkl. Mosfellsbæjar. Umdæmisstjóri 109B Árni Viðar Friðriksson, Lkl. Hæng, Akureyri og eiginkona hans Gerður Jónsdóttir. Frá Rauðrar fjöðurnefnd þeir Guðmundur Rafnar Valtýsson, Lkl. Laugardals, formaður og Sigurjón Einarsson Lkl. Þór, Reykjavík
Að Blindrafélagsins hálfu tóku Kristinn Halldór Einarsson formaður og Ólafur Haraldsson framkvæmdastjóri á móti hópnum. Myndir frá athöfninni má sjá á heimsíðu Sigurjóns Einarssonar.
ÞEssi frétt er byggð að hluta á frásögn Sigurjóns Einarssonar