Helgi afhenti styrkþegum hvatningarstyrkina fyrir hönd nefndarinnar.Sex umsóknir bárust og mat nefndin þær allar gildar. Hámarks upphæð til úthlutunar voru 300 þúsund krónur.
Eftirtaldir hlutu styrki:
Guðfinnur Karlsson 100 þúsund krónur vegna keppnisferðar ´´i sundi,
Bergvin Oddsson 300 þúsund krónur vegna útgáfu á unglingaskáldsögu sinni, en hún mun koma út þann 24. maí nk.,
Inga Sæland Ástvaldsdóttir 300 þúsund krónur vegna útgáfu á geisladiski með eigin söng. Diskurinn mun innihalda 4 til 6 lög og verður gerður í samvinnu
við þekkta tónlistarmenn,
Rósa Ragnarsdóttir garðyrkjufræðingur 300 þúsund krónur til kaupa á tækjum til garðyrkjuvinnu, en Rósa hyggst hefja garðyrkjuþjónustu á eigin vegum,
MarjaKaisa Matthíasson 100 þúsund krónur vegna þátttöku í bókamessu í Finnlandi fljótlega, en þar mun hún m.a. kynna finnska þýðingu sína á bók eftir Aðalstein
Ásberg Sigurðsson,
Helena Björnsdóttir 300 þúsund krónur til kaupa á sérstöku vinnuborði til myndlistarstarfa, en Helena hyggst leggja myndlist meira fyrir sig.
Allir styrkþegar veittu styrkjunum viðtöku nema Helena sem búsett er í Noregi, Klara Hilmarsdóttir tók við honum fyrir hennar hönd.
Hvatningarstyrkir verða hér eftir afhentir einu sinni á ári, á aðalfundum.