Æskulýðsfulltrúi tekur til starfa hjá Blindrafélaginul

Hlutverk æskulýðsfulltrúa Blindrafélagsins er að skipuleggja félags og tómstundastarf meðal ungra félagsmanna Blindrafélagsins í þeim tilgangi að efla félagstengsl og félagsfærni. Einnig skal hann vera tengiliður við foreldra yngstu félagsmannanna. Hann skal vinna í nánum tengslum við stjórnir Foreldradeildar Blindrafélagsins og Ungmennadeildar Blindrafélagsins (Ungblind). Þorkel, eða Keli eins og hann er gjarnan kallaður, er boðinn velkominn til starfa og er honum óskað góðs gengis í starfi.