Aðalfundur Blindrafélagsins 2009

Samkvæmt lögum Blindrafélagsins skulu árlega kosnir til tveggja ára, tveir stjórnarmenn og tveir varamenn í stjórn.

Minnt er á að framboðum til stjórnar skal skila til skrifstofu félagsins eigi síðar en þremur vikum fyrir boðaðan aðalfund og rennur því framboðsfrestur út kl. 10:00 árdegis, laugardaginn 2. maí nk.

Vakin er athygli á því að sá/sú sem býður sig fram til stjórnar er ekki sjálfkrafa í kjöri í annað embætti en það sem hann/hún býður sig fram til. Vilji menn bjóða sig fram í fleiri en eitt embætti, þurfa þeir að taka það sérstaklega fram.

Framboðum má skila á venjulegu letri, blindraletri eða með rafrænum hætti.  Senda má inn framboð með símbréfi í síma 525 0001 eða í tölvupósti til Ólafs Haraldssonar, framkvæmdastjóra Blindrafélagsins á netfangið: olafurh@blind.is

Tillögum til breytinga á lögum félagsins þarf að skila til skrifstofu fyrir sama tíma, (þ.e. 2. maí 2009, kl. 10:00).

Stjórn Blindrafélagsins