50 þúsund króna eingreiðsla, 8,1% hækkun bóta almannatrygginga og hækkun framfærsluuppbótar

Hér verður stiklað á stóru úr þeirri kynningu.

Allir lífeyrisþegar sem fengu greiddan einhvern lífeyri á tímabilinu 1. mars – 31. maí 2011 munu fá 50.000 krónu eingreiðslu.

Eftirtaldir bótaflokkar almannatrygginga hækka um 8,1% frá 1. júní 2011,

  • Elli- og örorkulífeyrir
  • Endurhæfingarlífeyrir
  • Aldurstengd uppbót
  • Tekjutrygging
  • Barnalífeyrir
  • Heimilisuppbót
  • Uppbætur á lífeyri
  • Sérstök uppbót til framfærslu

Aðrar bætur félagslegrar aðstoðar hækka einnig um 8,1% frá 1. júní 2011,

  • Mæðra- og feðralaun
  • Umönnunargreiðslur
  • Maka- og umönnunarbætur
  • Barnalífeyrir vegna menntunar
  • Dánarbætur

Viðmið framfærsluuppbótar hækkar úr 184.140 kr.  í 196.140 kr.  frá sama tíma.

Orlofsuppbót  til örorkuþega hækkar úr 24.374 kr.  í  34.489 kr.

Desemberuppbót til örorkuþega hækkar úr 37.786 kr. í  52.901 kr.

Einnig mun uppbót vegna reksturs bifreiðar (bensínsstyrkur) hækka um 8,1% frá 1. júní fer úr 10.828 kr. í 11.705 kr. Jafnframt mun uppbótin ekki skerða framfærsluuppbótina eins og verið hefur til þessa.

Greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna hækkaðar um 8,1% sem og fæðingarstyrkur til foreldra og ættleiðingarstyrkir.

Stefnt er að því að greiða eingreiðsluna ásamt leiðréttingu vegna júní sem fyrst samkvæmt upplýsingum sem ÖBÍ hefur fengið. Ekki var þó gefin upp nein dagsetning.