Opið hús.
Blindrafélagið hefur Opið hús alla þriðjudaga og fimmtudaga í sal félagsins í Hamrahlíð 17 á annarri hæð. Allir félagar eru hjartanlega velkomnir í opið hús, og sjálfsagt að taka með sér vin eða vandamenn. Opnu húsin hefjast kl. 13:00.
Fimmtudaginn 17. október verður Steinunn Helgu Hákonardóttir umsjónamaður. Gestir hennar verða Sölvi Magnússon félagsmaður Blindrafélagsins og hljómsveitin Uppsigling, þau ætla að spila og syngja íslensk dægur og þjóðlög.
Opið hús er sent út í beinni útsendingu í Vefvarpinu fyrir þá sem eru á landsbyggðinni eða sjá sér ekki fært að mæta í húsið. Hægt er að hlusta í Vefvarpinu undir liðnum "Efni frá Blindrafélaginu" og "Bein útsending úr sal félagsins". Einnig er hægt að hlusta á eldri Opin hús undir liðnum "Efni frá Blindrafélaginu", "Opið hús, Viðburðir og ýmislegt annað efni".