Opið hús.
Blindrafélagið hefur Opið hús alla þriðjudaga og fimmtudaga í sal félagsins í Hamrahlíð 17 á annarri hæð. Allir félagar eru hjartanlega velkomnir í opið hús, og sjálfsagt að taka með sér vin eða vandamenn. Opnu húsin hefjast kl. 13:00.
Þriðjudaginn 8. október verður Anna Sigríður Helgadóttir umsjónarmaður. Gestur hennar verður Gróa Hreinsdóttir organisti og píanisti. Þær ætla að syngja saman nokkur lög og skemmta okkur vel.
Fimmtudaginn 10. október verður Jónína Herborg Jónsdóttir umsjónarmaður. Hún og Jón Símon mæta til að kæta og skemmta okkur af sinni einstöku snilld.
Opið hús er sent út í beinni útsendingu í Vefvarpinu fyrir þá sem eru á landsbyggðinni eða sjá sér ekki fært að mæta í húsið. Hægt er að hlusta í Vefvarpinu undir liðnum "Efni frá Blindrafélaginu" og "Bein útsending úr sal félagsins". Einnig er hægt að hlusta á eldri Opin hús undir liðnum "Efni frá Blindrafélaginu", "Opið hús, Viðburðir og ýmislegt annað efni".