Opið hús

Opið hús hefst aftur 10. september.

Blindrafélagið hefur Opið hús alla þriðjudaga og fimmtudaga í sal félagsins í Hamrahlíð 17 á annarri hæð. Allir félagar eru hjartanlega velkomnir í opið hús, og sjálfsagt að taka með sér vin eða vandamenn. Opnu húsin hefjast kl. 13:00.

Þriðjudaginn 10. september byrjum við haustið á huggulegri kaffihúsastemmningu saman. 

Fimmtudaginn 12. september verður Kaisu Kukka-maaria Hynninen umsjónarmaður.

Opið hús er sent út í beinni útsendingu í Vefvarpinu fyrir þá sem eru á landsbyggðinni eða sjá sér ekki fært að mæta í húsið. Hægt er að hlusta í Vefvarpinu undir liðnum "Efni frá Blindrafélaginu" og "Bein útsending úr sal félagsins". Einnig er hægt að hlusta á eldri Opin hús undir liðnum "Efni frá Blindrafélaginu", "Opið hús, Viðburðir og ýmislegt annað efni".