Jólahlaðborð Blindrafélagsins, 7. desember.

Jólahlaðborð Skemmtinefndar verður haldi 7. desember næstkomandi.

Húsið opnar kl 18:00, borðhald hefst kl 19:00

Maturinn kemur frá Kokkunum líkt og undanfarin ár og má sjá matseðilinn hér að neðan.

Margrét Eir mun koma og syngja nokkur jólalög eftir borðhald.
Síðan mun okkar eina og sanna Dagbjört Andrésdóttir syngja nokkur lög fyrir okkur og mun Hlynur Þór Agnarsson spila undir hjá henni. Síðan verður spiluð jólalög úr spilaranum 

Miðaverð er kr. 7000 og skráning er hafin í gegnum skrifstofu Blindrafélagsins á netfangið afgreidsla@blind.is eða í síma 525 0000.  

Skráning líkur 4.desember. 

Verið tímalega með skráningu síðasta jólahlaðborð var fullt.

Matseðill:
Forréttir: 
Fennel grafinn lax með sinneps dillsósu
Villibráðarpaté með hreindýri og villigæs með cumberlandsósu
Karrísíld
Jólasíld
Dönsk lifrarkæfa með beikoni og sveppum

Aðalréttir:
Purusteik með sykurbrúnuðum kartöflum
Hangikjöt með uppstúf og kartöflum
Villibráðarbollur í villisveppa- og rifsberjasósu
Sinnepsgljáður hamborgarhryggur

Meðlæti:
Nýbakað brauð, laufabrauð, rúgbrauð og smjör
Heimalagað rauðkál, grænar baunir, kartöflusalat og eplasalat

Eftirréttir:
Riz a la mande með berjasósu
Súkkulaðibrownie með vanillukremi

Með bestu kveðjum
Skemmtinefndin