Hvernig virkar augnsjúkraþjálfun? Spjallfundur.

Retina Ísland (RP deild) býður til spjallfundar mánudaginn 29. september klukkan 16:00 í sal Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17.

Emilía Jónsdóttir ætlar að segja okkur frá því hvernig sjúkraþjálfun augna fer fram, hvernig þjálfuninni er viðhaldið og hvað þetta hefur gert fyrir hana. Emilía hefur farið til Frakklands í slíka þjálfun.

Öll velkomin.